Margir hjúkrunarfræðingar hugsa sér til hreyfings Hugrún Halldórsdóttir skrifar 12. janúar 2013 19:39 Íslenskir hjúkrunarfræðingar fá varla frið fyrir atvinnutilboðum frá Noregi. Tvær ungar hjúkrunarkonur, sem hafa sagt upp störfum á Landspítalanum, hugsa sér til hreyfings og segja fleiri íhuga hið sama. Silja og Birna eru á meðal þeirra tvö hundruð og sextíu hjúkrunarfræðinga sem sögðu upp störfum á Landspítalanum í byrjun desember vegna óánægju með kjör og vinnuaðstæður en þær útskrifuðust síðasta vor. „Ég var eiginlega svolítið í sjokki þegar ég byrjaði hérna eftir 3.árið hvað væri mikið álag hérna , ég var alltaf lengur í vinnunni og náði aldrei að klára það sem ég átti að klára áður en ég fór heim. Það er eiginlega bara búið að vera óbreytt ástand," segir Silja Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur. Fréttastofa sendi póst á um 80 hjúkrunarfræðinga sem útskrifuðust með Silju og Birnu og spurði hvort þeir hefðu í hyggju á að fara til útlanda að vinna, helmingurinn svaraði og voru nánast öll svörin á sama veg: já. Þær stöllur segja marga þegar hafa sótt um leyfi til að starfa í Noregi. „Ég er búin að sækja um leyfi og er í rauninni búin að fá starf og hef fengið tölvupósta og spurð hvort ég ætli ekki að fara að koma og ég vil fara þegar ég vil. Ég er að vísu ekki búin að sækja um leyfið en allar þær sem hafa sótt um leyfið, það er legið á þeim." Spítalinn og yfirvöld geta beitt undanþáguákvæði og framlengt uppsagnarfrestinn um þrjá mánuði, en frestur til þess rennur út á næstu dögum. Björn Zoega forstjóri spítalans segist í samtali við fréttastofu telja að spítalinn muni ekki beita ákvæðinu, leysa þurfi málið hið fyrsta. Spítalinn þurfi viðbótarfjárframlag frá ríkinu til að endurráða hjúkrunarfræðingana á betri kjörum, en málið er nú í skoðun innan ráðuneyta velferðar- og fjármála. Silja og Birna segja að eftir því sem málið dragist því líklegra sé að hjúkrunarfræðingar leiti út. „Það eru margir að tala um það. Hjúkrunarfræðingar fá hreinlega pósta frá Noregi og eru beðnir um að koma að vinna úti? Já og sérstaklega þeir sem hafa farið einu sinni, það er ítrekað beðið þá um að koma aftur," segir Birna Hrönn Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Hjúkrunarfræðingar áætla að halda samstöðufund í næstu viku en að öllu óbreyttu taka uppsagnirnar gildi 1.mars. „það er alltof lítið að gerast. Okkur finnst í rauninni að það sé ekki verið að taka nógu hratt á þessu." Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Íslenskir hjúkrunarfræðingar fá varla frið fyrir atvinnutilboðum frá Noregi. Tvær ungar hjúkrunarkonur, sem hafa sagt upp störfum á Landspítalanum, hugsa sér til hreyfings og segja fleiri íhuga hið sama. Silja og Birna eru á meðal þeirra tvö hundruð og sextíu hjúkrunarfræðinga sem sögðu upp störfum á Landspítalanum í byrjun desember vegna óánægju með kjör og vinnuaðstæður en þær útskrifuðust síðasta vor. „Ég var eiginlega svolítið í sjokki þegar ég byrjaði hérna eftir 3.árið hvað væri mikið álag hérna , ég var alltaf lengur í vinnunni og náði aldrei að klára það sem ég átti að klára áður en ég fór heim. Það er eiginlega bara búið að vera óbreytt ástand," segir Silja Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur. Fréttastofa sendi póst á um 80 hjúkrunarfræðinga sem útskrifuðust með Silju og Birnu og spurði hvort þeir hefðu í hyggju á að fara til útlanda að vinna, helmingurinn svaraði og voru nánast öll svörin á sama veg: já. Þær stöllur segja marga þegar hafa sótt um leyfi til að starfa í Noregi. „Ég er búin að sækja um leyfi og er í rauninni búin að fá starf og hef fengið tölvupósta og spurð hvort ég ætli ekki að fara að koma og ég vil fara þegar ég vil. Ég er að vísu ekki búin að sækja um leyfið en allar þær sem hafa sótt um leyfið, það er legið á þeim." Spítalinn og yfirvöld geta beitt undanþáguákvæði og framlengt uppsagnarfrestinn um þrjá mánuði, en frestur til þess rennur út á næstu dögum. Björn Zoega forstjóri spítalans segist í samtali við fréttastofu telja að spítalinn muni ekki beita ákvæðinu, leysa þurfi málið hið fyrsta. Spítalinn þurfi viðbótarfjárframlag frá ríkinu til að endurráða hjúkrunarfræðingana á betri kjörum, en málið er nú í skoðun innan ráðuneyta velferðar- og fjármála. Silja og Birna segja að eftir því sem málið dragist því líklegra sé að hjúkrunarfræðingar leiti út. „Það eru margir að tala um það. Hjúkrunarfræðingar fá hreinlega pósta frá Noregi og eru beðnir um að koma að vinna úti? Já og sérstaklega þeir sem hafa farið einu sinni, það er ítrekað beðið þá um að koma aftur," segir Birna Hrönn Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Hjúkrunarfræðingar áætla að halda samstöðufund í næstu viku en að öllu óbreyttu taka uppsagnirnar gildi 1.mars. „það er alltof lítið að gerast. Okkur finnst í rauninni að það sé ekki verið að taka nógu hratt á þessu."
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira