Innlent

Árni er Austfirðingur ársins 2012 - var grafinn í snjó í 20 tíma

Árni Þorsteinsson
Árni Þorsteinsson Mynd/Austurfrétt/Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir
„Ég vil tileinka þessi verðlaun öllum þeim sem komu fram í bókinni og sögðu sögu sína í henni. Mér finnst þeir eiga þessi verðlaun með mér," segir Árni Þorsteinsson. Hann hefur verið valinn Austfirðingur ársins 2012 af lesendum Austurfrétta.

Í nýjustu bókinni í Útkallsflokknum segir frá snjóflóðunum í Neskaupstað árið 1974. Árni komst lífs af úr þeim eftir að hafa verið grafinn undir snjónum í tuttugu tíma.

Árni fékk viðurkenninguna í dag. Hann hefur meira og minna alla tíð búið í Neskaupstað og tarfar í dag sem umsjónarmaður heimavistar Verkmenntaskólans. Hann var við vinnu í frystihúsi Síldarvinnslunnar hinn örlíka desemberdag árið 1974 þegar flóðið skall á húsinu. Árni grófst ofan í litlum brunni undir veggbroti og fimm metra þykkum snjó. Hann bjargaðist eftir tuttugu tíma veru þar.

Árni fékk nokkuð afgerandi kosningu, 28% atkvæða en í öðru sæti varð Hera Ármannsdóttir, Egilsstöðum með 20%. Rúmlega 760 atkvæði bárust í kjörinu sem stóð í viku. Fyrir nafnbótina fékk Árni viðurkenningarskjal frá Austurfrétt og gjafakort frá Gistihúsinu á Egilsstöðum í kvöldverð fyrir tvo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×