Erlent

Opinbert málverk af Katrínu Middleton gagnrýnt harðlega

Málverkið og listamaðurinn Paul Emsley
Málverkið og listamaðurinn Paul Emsley
Nýtt opinbert andlitsmálverk af Katrínu Middleton hertogaynjunni af Cambridge hefur verið gagnrýnt harðlega í Bretlandi.

Málverk þetta var sett upp með pomp og prakt í Breska mannamyndasafninu í London, það er National Portrait Gallery að viðstöddum þeim Katrínu og eiginmanni hennar Vilhjálmi prins í gærdag. Það er listamaðurinn Paul Emsley sem málaði myndina.

Gagnrýnin beinist einkum að því að á málverkinu sé Katrín sýnd eldri en hún er og ófegurri. Einna harðast hefur listgagnrýndi Daily Mail gengið fram en hann segir m.a. að málverkið sé ógeðslegt og geri Katrínu ljóta.

Listfræðingurinn Lars Elton segir að alla skapgerð skorti í þessu málverki. Andlitið sé fölara en Katrín er í raun, það sé ryk í tónum þess og Katrín sé beinlíns guggin í því.

Þessi gagnrýni hefur vakið athygli víða utan Bretlands. Þannig má nefna að í frétt um málið í Verdens Gang í Noregi er haft eftir norska listfræðingnum Soniu Vold að Katrín sýnist vera mjög gömul á þessu verki og virðist líta út fyrir að vera taugaspennt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×