Innlent

Skíðasvæði víða opin

Frá skíðasvæðinu á Siglufirði
Frá skíðasvæðinu á Siglufirði
Veðurútlit um helgina er afar gott og eru skíðasvæði því víða opin. Opið er í Bláfjöllum frá klukkan tíu til fimm og er skíðafólk hvatt til að mæta á svæðið.

Hið sama má segja um skíðasvæðið í Tindastóli en þar verður opið á milli ellefu og fjögur. Þar er færi gott og verður göngubraut troðin.

Einnig verður opið í Hlíðarfjalli frá klukkan tíu til fjögur. Hið sama er uppi á teningnum í Seyðisfirði í Stafdal, í Böggvisstaðarfjalli og á Siglufirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×