Innlent

Ung kona gekk berserksgang í íbúð í Vesturbænum

Skömmu fyrir miðnættið í gærkvöld var ung kona handtekin í íbúð í Vesturborginni eftir að hafa gengið þar berserksgang og valdið eignaspjöllum.

Hún mun hafa verið gestkomandi í íbúðinni þegar æðið rann á hana. Að sögn lögreglunnar var konan vistuð í fangageymslu meðan ástand hennar lagast og hægt verður að ræða við hana nú í morgunsárið.

Um svipað leiti var tilkynnt um mann að brjóta rúðu íbúðarhúsnæði í Grafarvogi. Þegar húsráðandi opnaði hurðina að íbúðinni ruddist maðurinn inn í íbúðina.

Að sögn lögreglu er húsráðandi grunaður um líkamsárás en hann mun hafa veitt þessum manni áverka með hnífi. Sá slasaður var fluttur á slysadeild til aðhlynningar og húsráðandi handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×