Innlent

Með fíkniefni í þvottahúsinu

Fyrr í vikunni var þessi kannabisframleiðsla stöðvuð í Hafnarfirði.
Fyrr í vikunni var þessi kannabisframleiðsla stöðvuð í Hafnarfirði.
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í vikunni kannabisræktun í húsnæði í Njarðvík. Húsleit var gerð, að fengnum dómsúrskurði.

Í þvottahúsi húsnæðisins reyndist vera rými, þar sem ræktunin fór fram. Tæplega tuttugu kannabisplöntur fundust þar, svo og tæki og tól til iðjunnar.

Húsráðandi, karlmaður á þrítugsaldri, var handtekinn og játaði hann aðild að málinu. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Lögreglan á Suðurnesjum hafði svo í fyrrakvöld afskipti af ökumanni vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna.

Maðurinn, sem er rúmlega tvítugur, neitaði að fara á lögreglustöð til sýnatöku. Hann var þá handtekinn og færður á stöð.

Í ljós kom að kannabisefni lágu á gólfi fyrir aftan farþegasæti bifreiðarinnar sem hann ók. Sýnatökur staðfestu neyslu hans á kannabis.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×