Innlent

Ölvaðir unglingar réðust á mann í miðborginni

Hópur unglinga réðist á einstakling í miðborginni í nótt. Þegar lögregla kom á staðinn hlupu lögðu unglingarnir á flótta en tveir þeirra náðust.

Að sögn lögreglunnar var fórnarlambið flutt á slysadeild til aðhlynningar en viðkomandi kvartaði um mikla verki í öxl. Þeir sem réðust á einstaklinginn reyndust aðeins 16 ára gamlir og voru ölvaðir og undir áhrifum fíkniefna.

Þeir voru vistaðir í fangageymslu meðan ástand þeirra lagst og hægt verður að ræða við þá. Jafnframt var foreldrum þeirra og barnavernd kynnt málið.

Skömmu síðar var tilkynnt um aðra líkamsárás í miðborginni. Þar fékk maður spark í höfuðið og var fluttir á slysadeild en þeir sem stóðu að árásinni voru horfnir af vettvangi þegar lögreglan kom á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×