Framkoma Íslands á alþjóðavettvangi til skammar 12. janúar 2013 13:14 Bjarni Benediktsson. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpaði gesti á opnum fundi sem hann hélt í Valhöll í morgun. Hann hóf ræðu sína á því að benda á að 105 dagar væru nú til kosninga. Í síðustu kosningum hafi þjóðin kosið yfir sig vinstri stjórn og í kjölfarið fengið það versta úr báðum stjórnarflokkum: utanríkisstefnu Samfylkingar og atvinnustefnu Vinstri-grænna. „Í stað þess að hvetja almenning og atvinnulífið áfram, og standa með heimilum og fyrirtækjum, voru auknar byrðar lagðar á alla," sagði Bjarni. „Okkar helsta gagnrýni á efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar var gert væri ráð fyrir allt of miklum skattahækkunum en það var ekki að því að spyrja - ríkisstjórnin gekk á endanum miklu lengra í skattahækkunum en nokkurn óraði fyrir." Þá sagði Bjarni að samningaviðræður Íslands og Evrópusambandsins væru byggðar á pólitískum hrossakaupum en ekki sameiginlegri sýn eða stefnu. Hann benti á að engin EFTA þjóð hafi verið lengur í aðildarviðræðum en Ísland. „Samt hefur einungis 11 af 35 samningsköflum verið lokað eða innan við einum þriðja. Einhver kynni að spyrja: Og um hvað var samið í þessum 11 köflum? Að hlíta löggjöf ESB. Ekkert annað." sagði Bjarni. „Þegar ég ræði þessa hlið málsins, þessa pólitísku stöðu í ESB málinu á Íslandi, við kollega á öðrum þjóðþingum, missa þeir hreinlega andlitið, enda er þessi framkoma á alþjóðavettvangi til skammar." Þá ítrekaði Bjarni að stjórnvöldum hér á landi væri skylt að tryggja að lífskjör hér á landi verði með því besta sem gerist í heiminum. „Við ætlum ekki að lofa fólki að það verði ókeypis í sund í ágúst og frítt í strætó í október," sagði Bjarni. „Við ætlum að hugsa til langs tíma, sjá til þess að fólk vilji áfram búa á Íslandi og að þeir sem hafi flutt sjái sér fært að koma heim aftur." „Við munum ekki líða dulda skattheimtu, sem með sama áframhaldi gæti orðið að sérstakri og viðurkenndri keppnisgrein milli vinstri flokkanna. Við ætlum að leggja áherslu á frelsi og athafnagleði, - byggja á hugviti og sköpunarkrafti - og við ætlum að lofa fólki því að eftir ár geti það litið til baka og sagt að þessu ári hafi verið vel varið." Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpaði gesti á opnum fundi sem hann hélt í Valhöll í morgun. Hann hóf ræðu sína á því að benda á að 105 dagar væru nú til kosninga. Í síðustu kosningum hafi þjóðin kosið yfir sig vinstri stjórn og í kjölfarið fengið það versta úr báðum stjórnarflokkum: utanríkisstefnu Samfylkingar og atvinnustefnu Vinstri-grænna. „Í stað þess að hvetja almenning og atvinnulífið áfram, og standa með heimilum og fyrirtækjum, voru auknar byrðar lagðar á alla," sagði Bjarni. „Okkar helsta gagnrýni á efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar var gert væri ráð fyrir allt of miklum skattahækkunum en það var ekki að því að spyrja - ríkisstjórnin gekk á endanum miklu lengra í skattahækkunum en nokkurn óraði fyrir." Þá sagði Bjarni að samningaviðræður Íslands og Evrópusambandsins væru byggðar á pólitískum hrossakaupum en ekki sameiginlegri sýn eða stefnu. Hann benti á að engin EFTA þjóð hafi verið lengur í aðildarviðræðum en Ísland. „Samt hefur einungis 11 af 35 samningsköflum verið lokað eða innan við einum þriðja. Einhver kynni að spyrja: Og um hvað var samið í þessum 11 köflum? Að hlíta löggjöf ESB. Ekkert annað." sagði Bjarni. „Þegar ég ræði þessa hlið málsins, þessa pólitísku stöðu í ESB málinu á Íslandi, við kollega á öðrum þjóðþingum, missa þeir hreinlega andlitið, enda er þessi framkoma á alþjóðavettvangi til skammar." Þá ítrekaði Bjarni að stjórnvöldum hér á landi væri skylt að tryggja að lífskjör hér á landi verði með því besta sem gerist í heiminum. „Við ætlum ekki að lofa fólki að það verði ókeypis í sund í ágúst og frítt í strætó í október," sagði Bjarni. „Við ætlum að hugsa til langs tíma, sjá til þess að fólk vilji áfram búa á Íslandi og að þeir sem hafi flutt sjái sér fært að koma heim aftur." „Við munum ekki líða dulda skattheimtu, sem með sama áframhaldi gæti orðið að sérstakri og viðurkenndri keppnisgrein milli vinstri flokkanna. Við ætlum að leggja áherslu á frelsi og athafnagleði, - byggja á hugviti og sköpunarkrafti - og við ætlum að lofa fólki því að eftir ár geti það litið til baka og sagt að þessu ári hafi verið vel varið."
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira