Innlent

Sextán ára piltur kastaðist af bifhjóli

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Sextán ára gamall piltur var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar eftir að hann kastaðist af bifhjóli á Sangerðisvegi á fimmtudaginn síðastliðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðunesjum var pilturinn á ferð ásamt félaga sínum og ókur þeir torfæruhjólum á miklum hraða, að sögn sjónarvotta.

Annað hjólið tókst á loft, kollsteyptist, fór nokkra hringi og kastaðist pilturinn þá af því. Hann lærbrotnaði við þetta.

Sendibifreið var fengin til að fjarlægja hjólið af vettvangi og er málið nú í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×