Innlent

Hótaði að lemja mann sem lagði til þyngri lög vegna ofbeldisbrota

„Það var hringt í farsímann minn, en ekkert númer kom upp. Ég var spurður hvort ég hefði skrifað þessa grein. Ég játaði það og þá byrjaði fúkyrðaflaumurinn," lýsir Magnús B. Jóhannesson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins á Suðurlandi sem fram fer síðar í mánuðinum.

Ástæðan fyrir hringingunni er umdeild grein sem Magnús skrifaði í Morgunblaðið fyrr í vikunni en þar lagði hann til að umdeild regla yrði tekin til skoðunar. Það er „Three Strikes" reglan, eða þriggja tækifærareglan. Sú regla varðar afbrot í sumum fylkjum Bandaríkjanna en ef sami einstaklingur fremur þrjú ofbeldisbrot, er hann dæmdur í lífstíðarfangelsi.

Útfærsla Magnúsar á greininni er aftur á móti sú að ef einhver hér á landi brjóti alvarlega af sér þrisvar sinnum verði sá sami dæmdur í 25 ára fangelsi án möguleika á reynslulausn.

Svo virðist sem greinin hafi farið öfugt ofan í einhverja út í þjóðfélaginu, enda hringdi ókunnugur maður í Magnús og hótaði honum beinlínis líkamsmeiðingum í 36 sekúndna símtali þar sem maðurinn jós svívirðingum yfir Magnús.

„Þá náði ég vopnum mínum til baka og skellti á hann," segir Magnús sem lætur ekki deigan síga. „Ég er fjölskyldumaður og ég ætla að leggja mitt af mörkum við að tryggja börnum mínum samfélag sem búandi er í. Og ef ég þarf að taka á mig skítkast vegna þessa, þá verður bara svo að vera," segir Magnús óhræddur. Hægt er að hlusta á fróðlegt viðtal við Magnús hér fyrir ofan, og lesa greinina hans hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×