Innlent

Um 120 greinst með inflúensu í vikunni

Kona að fá sprautu í upphandlegg.
Kona að fá sprautu í upphandlegg.
Hátt í 120 einstaklingar hafa greinst með inflúensu hér á landi í þessari viku en það eru töluvert fleiri en á sama tíma í fyrra, segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir.

Mikið álag er á spítölum landsins vegna inflúensufaraldurs sem gengur nú yfir landið. Haraldur segir að líklegt sé að fleiri eigi eftir að greinast með flensuna þegar líður á mánuðinn.

Augljóst sé hvenær fólk greinist með inflúensu en hún sé töluvert frábrugðin hinni venjulegu flensu. Henni fylgi beinverkir, hiti, hósti, kvef og að flensan komi mjög skyndilega.

Fólk er hvatt til að þvo sér um hendurnar oft á dag til að koma í veg fyrir smit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×