Innlent

Glerhált í höfuðborginni

Glerhált er nú víða á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Alls hafa fjögur umferðaróhöpp átt sér stað það sem af er degi, tvö á Bláfjallavegi og tvö á Reykjanesbraut. Öll eru þau rakin til hálku.

Kristófer Sæmundsson hjá umferðardeild lögreglunnar segir að mikil ísing sé að myndast í og við höfuðborgina. Hann bendir á að afar erfitt sé að koma auga á hálkuna og því ættu bílstjórar að aka varlega. Söltun vega er hafin og mun standa yfir í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×