Erlent

Upprættu alþjóðalegan hring barnaníðinga

Lögreglan í Argentínu segir að hún hafi upprætt alþjóðlegan hring barnaníðinga sem dreifðu barnaklámi á netinu.

Yfir 60 manns hafa verið handteknir víða í Argentínu í tengslum við rannsókn þessa máls. Þá var lagt hald á töluvert af tölvubúnaði.

Rannsókn í þessu máli hófst fyrir tæpum tveimur árum þegar Interpol tókst að rekja barnaklámsíðu í London til netþjónabús í Argentínu.

Fram kemur í yfirlýsingu frá lögreglunni að í tölvunum sem lagt var hald á hafi verið klámfengnar myndir af börnum undir 10 ára aldri. Tugir af ákærum hafa verið gefnar út vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×