Innlent

Björguðu 65 íslenskum hestum sem átti að slátra í Bandaríkjunum

Bandarísku hjónin Valerie og Geoff Young björguðu 65 íslenskum hestum í Yakima í Washington-fylki í Bandaríkjunum. Hestana átti að flytja til Kanada þar sem átti að slátra þeim árið 2010.

Í myndbandi, eða nokkurskonar ör-heimildarmynd sem finna má á Youtube, rekja hjónin björgunarsögu sína sem hefst á því að þau heyrðu af því að slátra ætti 65 hestum. Ekki kemur fram í myndbandinu hver átti hestana eða hversvegna það átti að slátra þeim.

Hjónin ná svo að lokum að bjarga tíu síðustu hestunum þremur dögum áður en þeir eiga að fara í sláturhúsið. Aðgerðin var greinilega mjög kostnaðarsöm og flókin. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan, en það voru Hestafréttir sem greindu fyrst frá málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×