Fleiri fréttir Álftanes verður Garðabær um áramótin Fjárhagslegri endurskipulagningu Sveitarfélagsins Álftaness er lokið og hefur innanríkisráðherra leyst frá störfum fjárhaldsstjórn sem skipuð var til að annast verkefnið í samráði við bæjarstjórnina og innanríkisráðuneytið. Fjárhaldsstjórnin annaðist meðal annars samninga við lánardrottna og jafnframt kom fram tillaga sveitarfélagsins um sameiningu sveitarfélagsins við annað sveitarfélag. Var sameining við Garðabæ samþykkt í báðum sveitarfélögunum í haust. 27.12.2012 17:00 Tindur Jónsson með greiningu á einhverfurófi Það er gerólíkt að ala upp barn á einhverfurófi sem fengið hefur greiningu og barn á rófinu sem ekki hefur verið greint. Þetta segir Ýr Sigurðardóttir, sem gerðist nýlega yfirlækniir á flogaveikideild við fyrsta nýja barnaspítalann sem opnað hefur í Bandaríkjunum í 50 ár. Ýr er í forsíðuviðtali við Nýtt líf sem kemur út í dag. 27.12.2012 16:36 Óku inn í snjóflóð Þrír bílar óku inn í snjóflóð er féll á veginn við Selabólsurð, um 5 kílómetra frá Flateyri, nú seinnipartinn samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg. Sátu bílarnir fastir í flóðinu. 27.12.2012 16:34 Snjóflóðahætta á Ísafirði - reitur 9 rýmdur Ákveðið hefur verið að rýma reit 9 á Ísafirði. Reitur 9 er hluti af Seljalandsvegi. Þarna býr engin en starfsemi er í tveim húsum. Starfsmenn eru farnir af svæðinu. 27.12.2012 15:54 Öll umferð um veginn við Eyrarhlíð bönnuð Lögreglan, í samráði við Snjóflóðavakt Veðurstofunnar og Vegagerðina, hefur tekið ákvörðun um að banna alla umferð um veginn um Eyrarhlíð. 27.12.2012 15:31 Steinhleðslur við Gömlu höfnina friðaðar Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að tillögu húsafriðunarnefndar að friða Tryggvaskála á Selfossi og Seyðisfjarðarkirkju og nær friðunin til húsanna í heild, þ.e. bæði ytra og innra byrðis samkvæmt tilkynningu á heimasíðu vefsins. Þá hefur ráðherra ákveðið að friða elstu mannvirkin við Gömlu höfnina í Reykjavík. Um er að ræða eftirfarandi steinhleðslur, sem gerðar voru á árunum 1913 til 1945: 27.12.2012 15:21 Varað við óveðri um helgina Veðurstofan varar við óveðri á Vestfjörðum á föstudagskvöld og á laugardag um allt land, sérstaklega norðantil. Ekkert ferðaveður verður á norðanverðu landinu. Gert er ráð fyrir norðan 20-25 metrum á sekúndu og snjókoma á Vestfjörðum strax annað kvöld en norðan 18-28 metrum á sekúndu um vestanvert landið á laugardagsmorgun. Hægari vindur austanlands. Talsverð eða mikil snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu og á Austfjörðum, slydda suðaustanlands, en annars úrkomulítið. Dregur úr vindi og ofankomu vestantil um kvöldið, en hvessir þá austanlands. 27.12.2012 15:20 Ökklabrotinni konu bjargað Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum og Sigurgeir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sóttu nú eftir hádegi konu sem slasaðist við Leiði í Þjórsárdalsskógi að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg. Konan var á göngu, rann í hálku og er talið að hún sé ökklabrotin. 27.12.2012 15:16 Lýst eftir Stebba þrekvaxna Tvær líkamsárásir áttu sér stað á Hvíta húsinu á Selfossi samkvæmt lögreglunni. 27.12.2012 14:38 Datt í Skriðufellsskógi Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning rétt fyrir klukkan tvö í dag um konu sem hafði dottið í Skriðufellsskógi í Þjórsárdal og að öllum líkindum öklabrotnað. 27.12.2012 14:19 Bylgjan kynnir mann ársins á morgun Vísir og Bylgjan minna á valið á manni ársins sem fer fram á vefsíðum Vísis og Bylgjunnar. Í þættinum Reykjavík Síðdegis á morgun sem sendur verður út frá Perlunni, verður svo maður ársins kynntur og heiðraður. 27.12.2012 14:12 Fimmtán ára strákar brutust inn í skóla Tveir fimmtán ára piltar voru staðnir að innbroti í Stóru - Vogaskóla í Vatnsleysustrandarhreppi í fyrradag. Lögreglumaður á frívakt sá þá skríða inn um brotinn glugga á skólabyggingunni og gerði lögreglunni á Suðurnesjum þegar viðvart. Piltarnir höfðu brotið rúðu með grjóthnullungi. Þannig komust þeir inn í smíðastofu skólans þar sem þeir rótuðu til. Málið fer í hefðbundinn farveg, meðal annars til barnaverndarnefndar, með tilliti til ungs aldurs piltanna. 27.12.2012 13:46 Óvissustig á Vestfjörðum - bær við Bolungarvík rýmdur Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur lýst yfir Óvissustigi á norðanverðum Vestfjörðum og einnig hefur verið ákveðið að rýma bæinn Geirastaði í Syðridal við Bolungarvík samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. 27.12.2012 13:39 Hjúkrunarfræðingar komu til aðstoðar eftir bílveltu Betur fór en á horfðist þegar bílvelta varð við Litlu-Kaffistofuna í morgun. Kona sem var ein á ferð í bílnum slapp lítið slösuð. Eftir að bílinn valt dreif þar að tvo hjúkrunarfræðinga sem aðstoðuðu konuna. Þeir hlúðu að henni inni á Litlu-Kaffistofunni. Lögreglubíll og sjúkrabíll frá Reykjavík komu svo konunni til aðstoðar. 27.12.2012 13:34 Skipt um hluta girðingarinnar á næsta ári Fangelsismálastjóri segir að skipt verið um hluta girðingarinnar við Litla-Hraun á næsta ári. Bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að Matthías Máni náði að strjúka úr fangelsinu en hann var yfirheyrður í morgun. 27.12.2012 13:05 Sem betur fer ekki mjög algengt að ráðist sé á sjúkraflutningamenn "Þetta kemur því miður stundum fyrir og það er alltaf jafn dapurt að heyra af svona,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. 27.12.2012 12:01 Ölvaður maður réðst á sjúkraflutningamenn Ölvaður maður sem sjúkralið hafði farið að sinna á Háaleitisbraut réðst á sjúkraflutningsmenn. Hann hafði fallið niður stiga í húsi, en eftir að búið var að gera að sárum hans réðst hann á sjúkraflutningamennina og þurfti lögregla að handtaka manninn og vista í fangaklefa. 27.12.2012 11:22 Var Whitney Houston drepin? Whitney Houston var drepin af fíkniefnasölum og það eru til upptökur úr öryggismyndavélum sem sanna það. Þetta segir Paul Huebl einkaspæjari sem hefur rannsakað dauða hennar síðustu mánuði. 27.12.2012 11:14 Alls óvíst hvaða áhrif innganga Mónakó og Andorra hefði á EES samninginn Hugmyndir eru uppi um að þrjú smáríki, þar á meðal Mónakó og Andorra, gangi inn í EFTA samninginn og bætist því í hóp Íslands, Noregs og Lichtenstein sem eru í EES. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að málið hafi ekki verið borið upp við sig formlega en það hafi verið rætt óformlega á fundi utanríkisráðherra í byrjun desember. Hann segir þó að svo virðist sem málið hafi verið rætt í þaula innan Evrópusambandsins. Engin niðurstaða er komin í málið. 27.12.2012 11:11 Áramótabrenna að Ásvöllum Áramótabrenna verður að Ásvöllum, við Tjarnarvelli 7, á gamlárskvöld og verður bálið tendrað kl. 20.30 samkvæmt tilkynningu frá bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði. 27.12.2012 11:07 Hríðskotabyssur vinsæl jólagjöf í Bandaríkjunum Margir Bandaríkjamenn fengu skammbyssur, riffla og hríðskotabyssur í jólagjöf. 27.12.2012 10:16 Þremur bjargað úr Kirkjubólshlíð Búið er að bjarga þremur einstaklingum sem þurftu að dúsa í og nærri Kirkjubólshlíð á Vestfjörðum í morgun. 27.12.2012 09:51 Stuðningsmenn Bhuttos minnast andláts hennar Stór hópur fólks í Pakistanska þjóðarflokknum safnast saman í dag til þess að minnast þess að fimm ár eru síðan Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, var ráðin af dögum. Bhutto lést í byssu- og sprengjuárás árið 2007 á meðan kosningabarátta hennar stóð yfir. Hundruð þúsunda manna hafa tjaldað nærri ættaróðali Bhuttos í Sindh héraðinu. Atburðurinn í dag þykir vera mikilvægur áfangi á pólitískri vegferð Bilawals Bhutto-Zardari, sonar Bhuttos, og Asif Ali Zardari forseta landsins. 27.12.2012 09:41 Hæstiréttur sakfelldi 171 níðing á 90 árum Flestir barnaníðingar eru ungir karlmenn í samböndum og launaðri vinnu. Þolendur eru í langflestum tilvikum ungar stúlkur sem þekkja ofbeldismanninn. 171 karlmaður hefur verið dæmdur sekur fyrir barnaníð í Hæstarétti síðustu 90 ár. 27.12.2012 08:30 Aðstoða fólk í bílum eftir snjóflóð Björgunarsveit Landsbjargar á Ísafirði var kölluð út fyrir stundu til að aðstoða fólk í tveimur bílum, sem eru fastir á Kirkjubólshlíð vegna snjóflóðs sem féll þar á áttunda tímanum í morgun. Ekki er vitað til að neitt ami að fólkinu í bílunum, en Vegagerðin hefur nú varað við snjóflóðahætætu í Súðavíkurhlíð, sem tekur við af Kirkjubólshlíðinni. 27.12.2012 08:03 Réðust á nágranna sem kvörtuðu yfir hávaða Mikið var um heimapartí með mikilli háreysti víða á landinu í nótt og var lögreglan á Akureyri, Selfossi, í Reykjavík og í Keflavík kölluð á vettvang til að koma skikki á málin. Í Hamraborg í Kópavogi ætluðu nágrannar að biðja fólk að draga úr hávaða, en gestir þar réðust á fólkið og þurftu lögreglumenn að flytja það á Slysadeild, en áverkar voru þó ekki lavarlegir. 27.12.2012 06:42 Snjór á suðvesturlandi Víða snjóaði á suðvesturlandi í nótt og er víða hálka þar sem ekki er hálkuvarið. Þá gerir Veðurstofan ráð fyrir suðaustan hvassviðri og mjög hvössum hviðum undir Hafnarfjalli. Eitthvað snjóaði líka við Eyjafjörð í nótt en það á að fara að hlýna þannig að úrkoma breytist í slyddu eða rigningu. 27.12.2012 06:36 Þurfti ítrekað að stöðva slagsmál á Selfossi Tveir þurftu að leita læknis og lögregla þurfti ítrekað að stöðva slagsmál á óvenju fjölmennum dansleik í Hvíta húsinu á Selfossi í nótt, þar sem talið er að um sjö hundruð manns hafi verið saman komnir. 27.12.2012 06:22 Réðst á kærasta sinn með kúbeini Lögreglan þurfti í tvígang að kljást við heimilisofbeldi í gærkvöldi og í nótt. Fyrst var lögreglunni í Árnessýslu tilkynnt um að kona hafi ráðist á sambýlismann sinn með kúbeini og veitt honum áverka á höfði. Hann var fluttur á heilsugæslustöð en lögregla tók konuna í sína vörslu. Síðar var lögregla kölluð á vettvang þar sem ungur maður í annarlegu ástandi hafði ráðist á foreldra sína í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Hann var handtekinn en foreldrarnir hlutu ekki alvarlega áverka 27.12.2012 06:20 Bush enn fárveikur George Bush eldri liggur enn fárveikur á spítala með mikinn hita. Hann var upphaflega lagður inn á spítala þann 7. nóvember síðastliðinn vegna bronchitis en var svo útskrifaður aftur þann 19. nóvember. Þann 23. nóvember var hann svo lagður aftur inn vegna þráláts hósta og hita. 27.12.2012 06:17 New York Post hefur trú á Gunnari Nelson Bardagakappinn Gunnar Nelson er í áttunda sæti á topp tíu lista bandaríska blaðsins New York Post yfir þá íþróttamenn í blönduðum bardagalistum, MMA, sem talið er að muni slá í gegn á næsta ári. Í greininni í blaðinu segir að Gunnar sé "sjóðheitur" um þessar mundir og gæti unnið titil í veltivigt á árinu. Þá er það tekið sérstaklega fram að Gunnar hafi aldrei tapað bardaga en hann keppir næst 16. febrúar við bardagamanninn Justin Edwards. 27.12.2012 06:11 Rúmanýting á LSH er hættulega mikil Rúmanýting á Landspítalanum er mun meiri en æskilegt er. Nýtingin á öllum spítalanum var 95 prósent í nóvember en fór yfir 97% á öllum bráðadeildum spítalans á sama tíma. Viðmiðið á Landspítalanum og öllum sambærilegum sjúkrahúsum í heiminum er nýting um 85 prósent. 27.12.2012 06:00 Stjórnvöld þurfa að ganga frá samningum Ekki hefur enn verið gengið frá samningum milli velferðarráðuneytisins og VIRK starfsendurhæfingarsjóðs vegna nýlegra lagabreytinga um atvinnutengda starfsendurhæfingu. Ríkisendurskoðun gagnrýnir stjórnvöld í nýrri úttekt á einstaklingsmiðaðri starfsendurhæfingu í landinu. 27.12.2012 06:00 EA vísaði á byssuframleiðendur Bandaríski tölvuleikjarisinn Electronic Arts (EA) markaðssetti stríðsleikinn Medal of Honor Warfighter í október með því að vísa beint af vefsíðu leiksins á vefsíður byssuframleiðenda. 27.12.2012 06:00 Ferðin tekur átta tíma í stað 20 Lengsta háhraðalestarleið heims var tekin í notkun í Kína í gær, og er ekið frá höfuðborginni Beijing til viðskiptastórborgarinnar Guangzhou, sem er skammt frá Hong Kong. 27.12.2012 06:00 Sigmar B. Hauksson látinn Sigmar B. Hauksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi formaður Skotveiðifélags Íslands, er látinn. Hann lést á Landspítalanum aðfaranótt aðfangadags eftir stutt veikindi og baráttu við krabbamein. Hann var 62 ára. 27.12.2012 06:00 Ranabjöllur flugu út úr skápunum „Við keyptum fyrsta pokann seint í sumar og það varð allt morandi þá. Allt í einu voru komnir svartir maurar út um allt,“ segir Sandra Clausen. 27.12.2012 06:00 Gekk tugi kílómetra á flóttanum Matthías Máni flúði frá Litla-Hrauni upp úr hádegi mánudaginn 17. desember. Að sögn fangelsismálastjóra var Matthías við vinnu innan girðingar ásamt þremur öðrum föngum í umsjá eins fangavarðar. Á milli 45 mínútur og klukkutími leið þar til uppgötvaðist að hann var á bak og burt. 27.12.2012 06:00 Af hverju valdi Time Obama persónu ársins? Hefur breytt landslaginu Barack Obama vann bandarísku forsetakosningarnar í nóvember og fékk umboð til þess að halda áfram sem forseti næstu fjögur árin. Time valdi hann mann ársins, ekki síst með þeim rökum að hann hafi nú þegar breytt stjórnmálaáhuga í Bandaríkjunum og virkjað samfélagshópa sem áður voru útundan. 27.12.2012 01:18 Kaupglaðir Bretar flykktust á jólaútsölur Langar biðraðir mynduðust fyrir framan verslanir í Lundúnum í morgun þegar jólaútsölur hófust. 26.12.2012 20:48 Mandela útskrifaður af sjúkrahúsi Nelson Mandela fékk að fara heim af sjúkrahúsi í dag. 26.12.2012 20:30 Skipta fyrsta vinningnum með sér Norðmaður og Eisti höfðu heppnina með sér í Víkingalottóinu í kvöld. 26.12.2012 20:21 Brenndu jólasteikinni í hvelli Landsmenn fjölmenntu í líkamsræktarstöðvar og út að hlaupa í dag til að brenna jólasteikinni. 26.12.2012 19:52 Morsi óskar þjóðinni til hamingju með stjórnarskrána Forseti Egyptalands hvetur andstæðar fylkingar til að sameinast í þjóðarumræðu. 26.12.2012 19:33 Matthías var í bústaðnum í nokkra daga Matthías Máni sem strauk af Litla-Hrauni hefur enn ekki verið yfirheyrður um flóttann en gert er ráð fyrir að gera það á morgun. 26.12.2012 19:11 Sjá næstu 50 fréttir
Álftanes verður Garðabær um áramótin Fjárhagslegri endurskipulagningu Sveitarfélagsins Álftaness er lokið og hefur innanríkisráðherra leyst frá störfum fjárhaldsstjórn sem skipuð var til að annast verkefnið í samráði við bæjarstjórnina og innanríkisráðuneytið. Fjárhaldsstjórnin annaðist meðal annars samninga við lánardrottna og jafnframt kom fram tillaga sveitarfélagsins um sameiningu sveitarfélagsins við annað sveitarfélag. Var sameining við Garðabæ samþykkt í báðum sveitarfélögunum í haust. 27.12.2012 17:00
Tindur Jónsson með greiningu á einhverfurófi Það er gerólíkt að ala upp barn á einhverfurófi sem fengið hefur greiningu og barn á rófinu sem ekki hefur verið greint. Þetta segir Ýr Sigurðardóttir, sem gerðist nýlega yfirlækniir á flogaveikideild við fyrsta nýja barnaspítalann sem opnað hefur í Bandaríkjunum í 50 ár. Ýr er í forsíðuviðtali við Nýtt líf sem kemur út í dag. 27.12.2012 16:36
Óku inn í snjóflóð Þrír bílar óku inn í snjóflóð er féll á veginn við Selabólsurð, um 5 kílómetra frá Flateyri, nú seinnipartinn samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg. Sátu bílarnir fastir í flóðinu. 27.12.2012 16:34
Snjóflóðahætta á Ísafirði - reitur 9 rýmdur Ákveðið hefur verið að rýma reit 9 á Ísafirði. Reitur 9 er hluti af Seljalandsvegi. Þarna býr engin en starfsemi er í tveim húsum. Starfsmenn eru farnir af svæðinu. 27.12.2012 15:54
Öll umferð um veginn við Eyrarhlíð bönnuð Lögreglan, í samráði við Snjóflóðavakt Veðurstofunnar og Vegagerðina, hefur tekið ákvörðun um að banna alla umferð um veginn um Eyrarhlíð. 27.12.2012 15:31
Steinhleðslur við Gömlu höfnina friðaðar Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að tillögu húsafriðunarnefndar að friða Tryggvaskála á Selfossi og Seyðisfjarðarkirkju og nær friðunin til húsanna í heild, þ.e. bæði ytra og innra byrðis samkvæmt tilkynningu á heimasíðu vefsins. Þá hefur ráðherra ákveðið að friða elstu mannvirkin við Gömlu höfnina í Reykjavík. Um er að ræða eftirfarandi steinhleðslur, sem gerðar voru á árunum 1913 til 1945: 27.12.2012 15:21
Varað við óveðri um helgina Veðurstofan varar við óveðri á Vestfjörðum á föstudagskvöld og á laugardag um allt land, sérstaklega norðantil. Ekkert ferðaveður verður á norðanverðu landinu. Gert er ráð fyrir norðan 20-25 metrum á sekúndu og snjókoma á Vestfjörðum strax annað kvöld en norðan 18-28 metrum á sekúndu um vestanvert landið á laugardagsmorgun. Hægari vindur austanlands. Talsverð eða mikil snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu og á Austfjörðum, slydda suðaustanlands, en annars úrkomulítið. Dregur úr vindi og ofankomu vestantil um kvöldið, en hvessir þá austanlands. 27.12.2012 15:20
Ökklabrotinni konu bjargað Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum og Sigurgeir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sóttu nú eftir hádegi konu sem slasaðist við Leiði í Þjórsárdalsskógi að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg. Konan var á göngu, rann í hálku og er talið að hún sé ökklabrotin. 27.12.2012 15:16
Lýst eftir Stebba þrekvaxna Tvær líkamsárásir áttu sér stað á Hvíta húsinu á Selfossi samkvæmt lögreglunni. 27.12.2012 14:38
Datt í Skriðufellsskógi Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning rétt fyrir klukkan tvö í dag um konu sem hafði dottið í Skriðufellsskógi í Þjórsárdal og að öllum líkindum öklabrotnað. 27.12.2012 14:19
Bylgjan kynnir mann ársins á morgun Vísir og Bylgjan minna á valið á manni ársins sem fer fram á vefsíðum Vísis og Bylgjunnar. Í þættinum Reykjavík Síðdegis á morgun sem sendur verður út frá Perlunni, verður svo maður ársins kynntur og heiðraður. 27.12.2012 14:12
Fimmtán ára strákar brutust inn í skóla Tveir fimmtán ára piltar voru staðnir að innbroti í Stóru - Vogaskóla í Vatnsleysustrandarhreppi í fyrradag. Lögreglumaður á frívakt sá þá skríða inn um brotinn glugga á skólabyggingunni og gerði lögreglunni á Suðurnesjum þegar viðvart. Piltarnir höfðu brotið rúðu með grjóthnullungi. Þannig komust þeir inn í smíðastofu skólans þar sem þeir rótuðu til. Málið fer í hefðbundinn farveg, meðal annars til barnaverndarnefndar, með tilliti til ungs aldurs piltanna. 27.12.2012 13:46
Óvissustig á Vestfjörðum - bær við Bolungarvík rýmdur Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur lýst yfir Óvissustigi á norðanverðum Vestfjörðum og einnig hefur verið ákveðið að rýma bæinn Geirastaði í Syðridal við Bolungarvík samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. 27.12.2012 13:39
Hjúkrunarfræðingar komu til aðstoðar eftir bílveltu Betur fór en á horfðist þegar bílvelta varð við Litlu-Kaffistofuna í morgun. Kona sem var ein á ferð í bílnum slapp lítið slösuð. Eftir að bílinn valt dreif þar að tvo hjúkrunarfræðinga sem aðstoðuðu konuna. Þeir hlúðu að henni inni á Litlu-Kaffistofunni. Lögreglubíll og sjúkrabíll frá Reykjavík komu svo konunni til aðstoðar. 27.12.2012 13:34
Skipt um hluta girðingarinnar á næsta ári Fangelsismálastjóri segir að skipt verið um hluta girðingarinnar við Litla-Hraun á næsta ári. Bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að Matthías Máni náði að strjúka úr fangelsinu en hann var yfirheyrður í morgun. 27.12.2012 13:05
Sem betur fer ekki mjög algengt að ráðist sé á sjúkraflutningamenn "Þetta kemur því miður stundum fyrir og það er alltaf jafn dapurt að heyra af svona,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. 27.12.2012 12:01
Ölvaður maður réðst á sjúkraflutningamenn Ölvaður maður sem sjúkralið hafði farið að sinna á Háaleitisbraut réðst á sjúkraflutningsmenn. Hann hafði fallið niður stiga í húsi, en eftir að búið var að gera að sárum hans réðst hann á sjúkraflutningamennina og þurfti lögregla að handtaka manninn og vista í fangaklefa. 27.12.2012 11:22
Var Whitney Houston drepin? Whitney Houston var drepin af fíkniefnasölum og það eru til upptökur úr öryggismyndavélum sem sanna það. Þetta segir Paul Huebl einkaspæjari sem hefur rannsakað dauða hennar síðustu mánuði. 27.12.2012 11:14
Alls óvíst hvaða áhrif innganga Mónakó og Andorra hefði á EES samninginn Hugmyndir eru uppi um að þrjú smáríki, þar á meðal Mónakó og Andorra, gangi inn í EFTA samninginn og bætist því í hóp Íslands, Noregs og Lichtenstein sem eru í EES. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að málið hafi ekki verið borið upp við sig formlega en það hafi verið rætt óformlega á fundi utanríkisráðherra í byrjun desember. Hann segir þó að svo virðist sem málið hafi verið rætt í þaula innan Evrópusambandsins. Engin niðurstaða er komin í málið. 27.12.2012 11:11
Áramótabrenna að Ásvöllum Áramótabrenna verður að Ásvöllum, við Tjarnarvelli 7, á gamlárskvöld og verður bálið tendrað kl. 20.30 samkvæmt tilkynningu frá bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði. 27.12.2012 11:07
Hríðskotabyssur vinsæl jólagjöf í Bandaríkjunum Margir Bandaríkjamenn fengu skammbyssur, riffla og hríðskotabyssur í jólagjöf. 27.12.2012 10:16
Þremur bjargað úr Kirkjubólshlíð Búið er að bjarga þremur einstaklingum sem þurftu að dúsa í og nærri Kirkjubólshlíð á Vestfjörðum í morgun. 27.12.2012 09:51
Stuðningsmenn Bhuttos minnast andláts hennar Stór hópur fólks í Pakistanska þjóðarflokknum safnast saman í dag til þess að minnast þess að fimm ár eru síðan Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, var ráðin af dögum. Bhutto lést í byssu- og sprengjuárás árið 2007 á meðan kosningabarátta hennar stóð yfir. Hundruð þúsunda manna hafa tjaldað nærri ættaróðali Bhuttos í Sindh héraðinu. Atburðurinn í dag þykir vera mikilvægur áfangi á pólitískri vegferð Bilawals Bhutto-Zardari, sonar Bhuttos, og Asif Ali Zardari forseta landsins. 27.12.2012 09:41
Hæstiréttur sakfelldi 171 níðing á 90 árum Flestir barnaníðingar eru ungir karlmenn í samböndum og launaðri vinnu. Þolendur eru í langflestum tilvikum ungar stúlkur sem þekkja ofbeldismanninn. 171 karlmaður hefur verið dæmdur sekur fyrir barnaníð í Hæstarétti síðustu 90 ár. 27.12.2012 08:30
Aðstoða fólk í bílum eftir snjóflóð Björgunarsveit Landsbjargar á Ísafirði var kölluð út fyrir stundu til að aðstoða fólk í tveimur bílum, sem eru fastir á Kirkjubólshlíð vegna snjóflóðs sem féll þar á áttunda tímanum í morgun. Ekki er vitað til að neitt ami að fólkinu í bílunum, en Vegagerðin hefur nú varað við snjóflóðahætætu í Súðavíkurhlíð, sem tekur við af Kirkjubólshlíðinni. 27.12.2012 08:03
Réðust á nágranna sem kvörtuðu yfir hávaða Mikið var um heimapartí með mikilli háreysti víða á landinu í nótt og var lögreglan á Akureyri, Selfossi, í Reykjavík og í Keflavík kölluð á vettvang til að koma skikki á málin. Í Hamraborg í Kópavogi ætluðu nágrannar að biðja fólk að draga úr hávaða, en gestir þar réðust á fólkið og þurftu lögreglumenn að flytja það á Slysadeild, en áverkar voru þó ekki lavarlegir. 27.12.2012 06:42
Snjór á suðvesturlandi Víða snjóaði á suðvesturlandi í nótt og er víða hálka þar sem ekki er hálkuvarið. Þá gerir Veðurstofan ráð fyrir suðaustan hvassviðri og mjög hvössum hviðum undir Hafnarfjalli. Eitthvað snjóaði líka við Eyjafjörð í nótt en það á að fara að hlýna þannig að úrkoma breytist í slyddu eða rigningu. 27.12.2012 06:36
Þurfti ítrekað að stöðva slagsmál á Selfossi Tveir þurftu að leita læknis og lögregla þurfti ítrekað að stöðva slagsmál á óvenju fjölmennum dansleik í Hvíta húsinu á Selfossi í nótt, þar sem talið er að um sjö hundruð manns hafi verið saman komnir. 27.12.2012 06:22
Réðst á kærasta sinn með kúbeini Lögreglan þurfti í tvígang að kljást við heimilisofbeldi í gærkvöldi og í nótt. Fyrst var lögreglunni í Árnessýslu tilkynnt um að kona hafi ráðist á sambýlismann sinn með kúbeini og veitt honum áverka á höfði. Hann var fluttur á heilsugæslustöð en lögregla tók konuna í sína vörslu. Síðar var lögregla kölluð á vettvang þar sem ungur maður í annarlegu ástandi hafði ráðist á foreldra sína í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Hann var handtekinn en foreldrarnir hlutu ekki alvarlega áverka 27.12.2012 06:20
Bush enn fárveikur George Bush eldri liggur enn fárveikur á spítala með mikinn hita. Hann var upphaflega lagður inn á spítala þann 7. nóvember síðastliðinn vegna bronchitis en var svo útskrifaður aftur þann 19. nóvember. Þann 23. nóvember var hann svo lagður aftur inn vegna þráláts hósta og hita. 27.12.2012 06:17
New York Post hefur trú á Gunnari Nelson Bardagakappinn Gunnar Nelson er í áttunda sæti á topp tíu lista bandaríska blaðsins New York Post yfir þá íþróttamenn í blönduðum bardagalistum, MMA, sem talið er að muni slá í gegn á næsta ári. Í greininni í blaðinu segir að Gunnar sé "sjóðheitur" um þessar mundir og gæti unnið titil í veltivigt á árinu. Þá er það tekið sérstaklega fram að Gunnar hafi aldrei tapað bardaga en hann keppir næst 16. febrúar við bardagamanninn Justin Edwards. 27.12.2012 06:11
Rúmanýting á LSH er hættulega mikil Rúmanýting á Landspítalanum er mun meiri en æskilegt er. Nýtingin á öllum spítalanum var 95 prósent í nóvember en fór yfir 97% á öllum bráðadeildum spítalans á sama tíma. Viðmiðið á Landspítalanum og öllum sambærilegum sjúkrahúsum í heiminum er nýting um 85 prósent. 27.12.2012 06:00
Stjórnvöld þurfa að ganga frá samningum Ekki hefur enn verið gengið frá samningum milli velferðarráðuneytisins og VIRK starfsendurhæfingarsjóðs vegna nýlegra lagabreytinga um atvinnutengda starfsendurhæfingu. Ríkisendurskoðun gagnrýnir stjórnvöld í nýrri úttekt á einstaklingsmiðaðri starfsendurhæfingu í landinu. 27.12.2012 06:00
EA vísaði á byssuframleiðendur Bandaríski tölvuleikjarisinn Electronic Arts (EA) markaðssetti stríðsleikinn Medal of Honor Warfighter í október með því að vísa beint af vefsíðu leiksins á vefsíður byssuframleiðenda. 27.12.2012 06:00
Ferðin tekur átta tíma í stað 20 Lengsta háhraðalestarleið heims var tekin í notkun í Kína í gær, og er ekið frá höfuðborginni Beijing til viðskiptastórborgarinnar Guangzhou, sem er skammt frá Hong Kong. 27.12.2012 06:00
Sigmar B. Hauksson látinn Sigmar B. Hauksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi formaður Skotveiðifélags Íslands, er látinn. Hann lést á Landspítalanum aðfaranótt aðfangadags eftir stutt veikindi og baráttu við krabbamein. Hann var 62 ára. 27.12.2012 06:00
Ranabjöllur flugu út úr skápunum „Við keyptum fyrsta pokann seint í sumar og það varð allt morandi þá. Allt í einu voru komnir svartir maurar út um allt,“ segir Sandra Clausen. 27.12.2012 06:00
Gekk tugi kílómetra á flóttanum Matthías Máni flúði frá Litla-Hrauni upp úr hádegi mánudaginn 17. desember. Að sögn fangelsismálastjóra var Matthías við vinnu innan girðingar ásamt þremur öðrum föngum í umsjá eins fangavarðar. Á milli 45 mínútur og klukkutími leið þar til uppgötvaðist að hann var á bak og burt. 27.12.2012 06:00
Af hverju valdi Time Obama persónu ársins? Hefur breytt landslaginu Barack Obama vann bandarísku forsetakosningarnar í nóvember og fékk umboð til þess að halda áfram sem forseti næstu fjögur árin. Time valdi hann mann ársins, ekki síst með þeim rökum að hann hafi nú þegar breytt stjórnmálaáhuga í Bandaríkjunum og virkjað samfélagshópa sem áður voru útundan. 27.12.2012 01:18
Kaupglaðir Bretar flykktust á jólaútsölur Langar biðraðir mynduðust fyrir framan verslanir í Lundúnum í morgun þegar jólaútsölur hófust. 26.12.2012 20:48
Mandela útskrifaður af sjúkrahúsi Nelson Mandela fékk að fara heim af sjúkrahúsi í dag. 26.12.2012 20:30
Skipta fyrsta vinningnum með sér Norðmaður og Eisti höfðu heppnina með sér í Víkingalottóinu í kvöld. 26.12.2012 20:21
Brenndu jólasteikinni í hvelli Landsmenn fjölmenntu í líkamsræktarstöðvar og út að hlaupa í dag til að brenna jólasteikinni. 26.12.2012 19:52
Morsi óskar þjóðinni til hamingju með stjórnarskrána Forseti Egyptalands hvetur andstæðar fylkingar til að sameinast í þjóðarumræðu. 26.12.2012 19:33
Matthías var í bústaðnum í nokkra daga Matthías Máni sem strauk af Litla-Hrauni hefur enn ekki verið yfirheyrður um flóttann en gert er ráð fyrir að gera það á morgun. 26.12.2012 19:11