Brenndu jólasteikinni í hvelli Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 26. desember 2012 19:52 Landsmenn fjölmenntu í líkamsræktarstöðvar og út að hlaupa í dag til að brenna jólasteikinni. Margir ætluðu hins vegar að halda átinu áfram í kvöld og voru því að vinna sér í haginn. Trimmklúbbur Seltjarnarness mætti snemma í Seltjarnarneskirkju í morgun og eftir stutta bænastund og samsöng fór fram hið árlega kirkjuhlaup þar sem hópurinn hleypur um fjórtán kílómetra leið framhjá fjölmörgum kirkjum borgarinnar. Mikill fjöldi fólks var mættur í hlaupagallanum og greinilega enginn þungur á fæti þrátt fyrir hangikjötsát. Þá var um fimmtíu manna hópur hjá Crossfit Kötlu mættur fyrir hádegi á æfingu til að brenna Jólasteikinni eins og æfing dagsins var kölluð. Í myndbandinu hér að ofan má sjá fólk púla allhressilega og taka á ýmsum lóðum og járnstöngum til að losa sig örugglega við allar umfram kaloríur sem jólaátið felur í sér. „Hér er best að vera. Þetta er svo gaman, best að vera. Maður fær bara orku," sagði Erla Signý Þormar.Og kannski inneign fyrir meira áti í kvöld? „Já, konfektið og allt bíður eftir heima," svaraði hún. „Ég er að byrja aftur eftir langan tíma í pásu, það er erfitt núna," sagði Guðni Þorsteinn Guðjónsson.Og þú valdir annan í jólum til að byrja aftur? „Ef það er einhverntíma tími til að byrja aftur þá er það núna," svaraði hann. Eftir að hafa raðað í sig kræsingum undanfarna daga friðuðu margir samviskuna í dag með því að skella sér í ræktina, þeirra á meðal Egill Helgason, sjónvarpsmaður. „Ég er að leggja inn fyrir kalkúninum sem ætla að borða í kvöld og rjúpunum sem ætla að borða á morgun. Þetta er skelfilegt, maður rétt nær að balansera og veitir ekki af," sagði Egill. Á næstu maskínu í Worldclass hamaðist Jói Fel, sjónvarpskokkur. „Málið er að ég er svo duglegur að æfa þannig að ég borða bara ennþá meira og ég er búinn að borða svo svakalega mikið að ég þarf að taka extra æfingu. Þó það sé annar í jólum þá er rúmlega 2 klukkutíma æfing framundan. Ég er búinn að borða sko hamborgarhrygg og hangikjöt. Þannig það er búið að vera mikið af salti. Svo það eru rjúpurnar í kvöld," sagði hann. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Landsmenn fjölmenntu í líkamsræktarstöðvar og út að hlaupa í dag til að brenna jólasteikinni. Margir ætluðu hins vegar að halda átinu áfram í kvöld og voru því að vinna sér í haginn. Trimmklúbbur Seltjarnarness mætti snemma í Seltjarnarneskirkju í morgun og eftir stutta bænastund og samsöng fór fram hið árlega kirkjuhlaup þar sem hópurinn hleypur um fjórtán kílómetra leið framhjá fjölmörgum kirkjum borgarinnar. Mikill fjöldi fólks var mættur í hlaupagallanum og greinilega enginn þungur á fæti þrátt fyrir hangikjötsát. Þá var um fimmtíu manna hópur hjá Crossfit Kötlu mættur fyrir hádegi á æfingu til að brenna Jólasteikinni eins og æfing dagsins var kölluð. Í myndbandinu hér að ofan má sjá fólk púla allhressilega og taka á ýmsum lóðum og járnstöngum til að losa sig örugglega við allar umfram kaloríur sem jólaátið felur í sér. „Hér er best að vera. Þetta er svo gaman, best að vera. Maður fær bara orku," sagði Erla Signý Þormar.Og kannski inneign fyrir meira áti í kvöld? „Já, konfektið og allt bíður eftir heima," svaraði hún. „Ég er að byrja aftur eftir langan tíma í pásu, það er erfitt núna," sagði Guðni Þorsteinn Guðjónsson.Og þú valdir annan í jólum til að byrja aftur? „Ef það er einhverntíma tími til að byrja aftur þá er það núna," svaraði hann. Eftir að hafa raðað í sig kræsingum undanfarna daga friðuðu margir samviskuna í dag með því að skella sér í ræktina, þeirra á meðal Egill Helgason, sjónvarpsmaður. „Ég er að leggja inn fyrir kalkúninum sem ætla að borða í kvöld og rjúpunum sem ætla að borða á morgun. Þetta er skelfilegt, maður rétt nær að balansera og veitir ekki af," sagði Egill. Á næstu maskínu í Worldclass hamaðist Jói Fel, sjónvarpskokkur. „Málið er að ég er svo duglegur að æfa þannig að ég borða bara ennþá meira og ég er búinn að borða svo svakalega mikið að ég þarf að taka extra æfingu. Þó það sé annar í jólum þá er rúmlega 2 klukkutíma æfing framundan. Ég er búinn að borða sko hamborgarhrygg og hangikjöt. Þannig það er búið að vera mikið af salti. Svo það eru rjúpurnar í kvöld," sagði hann.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira