Innlent

Fimmtán ára strákar brutust inn í skóla

JHH skrifar
Vogar á Vatnsleysuströnd.
Vogar á Vatnsleysuströnd.
Tveir fimmtán ára piltar voru staðnir að innbroti í Stóru - Vogaskóla í Vatnsleysustrandarhreppi í fyrradag. Lögreglumaður á frívakt sá þá skríða inn um brotinn glugga á skólabyggingunni og gerði lögreglunni á Suðurnesjum þegar viðvart. Piltarnir höfðu brotið rúðu með grjóthnullungi. Þannig komust þeir inn í smíðastofu skólans þar sem þeir rótuðu til. Málið fer í hefðbundinn farveg, meðal annars til barnaverndarnefndar, með tilliti til ungs aldurs piltanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×