Innlent

Þurfti ítrekað að stöðva slagsmál á Selfossi

Tveir þurftu að leita læknis og lögregla þurfti ítrekað að stöðva slagsmál á óvenju fjölmennum dansleik í Hvíta húsinu á Selfossi í nótt, þar sem talið er að um sjö hundruð manns hafi verið saman komnir.

Fyrst var gestur sleginn í höfuðið með flösku þannig að hann skarst og var fluttur með sjúkrabíl á heilsugæsluna.

Ákveðinn maður liggur undir grun, en hann fannst ekki. Síðan slasaðist dyravörður, þegar hann var að stöðva slagsmál og var árásarmaðurinn handtekinn.

Auk þess þurfti lögregla að hafa afskipti af þónokkrum gestum, vegna óspekta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.