Erlent

Kaupglaðir Bretar flykktust á jólaútsölur

Höskuldur Kári Schram skrifar
Langar biðraðir mynduðust fyrir framan verslanir í Lundúnum í morgun þegar jólaútsölur hófust. Sumar verslanir bjóða upp á allt að 75 prósenta afslátt.

ólaútsölurnar í Bretlandi hefjast samkvæmt venju annan í jólum. Langar biðraðir mynduðust fyrir framan verslanir í miðborg Lundúna og sumir voru búnir að bíða lengi.

„Ég hef beðið hérna síðan klukkan sjö í morgun," segir einn viðskiptavinur. Sá næsti er einna helst á höttunum eftir upplifuninni og langar til að kynnast kaupæðinu sem grípur Breta. „It's my first time in London on Boxing Day," segir hann.

Margar verslanir bjóða upp á allt að 75 prósenta afslátt og því er eftir mörgu að slægjast. Verslunareigendur við Oxford Street reikna með hundrað þúsund viðskiptavinum í tengslum við útsölurnar í dag.

Árið hefur verið gott fyrir verslunareigendur í Lundúnum og þeir reikna með því að komandi ár verði enn betra.

„Við endum árið með eins til tveggja prósenta aukningu miðað við allt árið í fyrra hérna í West End. Við förum inn í nýtt ár að loknu mjög viðburðaríku ári í London, það var krýningarafmælið og Ólympíuleikarnir, og mun fleiri ferðamenn munu koma til Bretlands á næsta ári," segir talsmaður verslunareigenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×