Innlent

Stuðningsmenn Bhuttos minnast andláts hennar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Benazir Bhutto minnst.
Benazir Bhutto minnst. Mynd/ AFP.
Stór hópur fólks í Pakistanska þjóðarflokknum safnast saman í dag til þess að minnast þess að fimm ár eru síðan Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, var ráðin af dögum. Bhutto lést í byssu- og sprengjuárás árið 2007 á meðan kosningabarátta hennar stóð yfir. Hundruð þúsunda manna hafa tjaldað nærri ættaróðali Bhuttos í Sindh héraðinu. Atburðurinn í dag þykir vera mikilvægur áfangi á pólitískri vegferð Bilawals Bhutto-Zardari, sonar Bhuttos, og Asif Ali Zardari forseta landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×