Innlent

Réðst á kærasta sinn með kúbeini

Lögreglan þurfti í tvígang að kljást við heimilisofbeldi í gærkvöldi og í nótt. Fyrst var lögreglunni í Árnessýslu tilkynnt um að kona hafi ráðist á sambýlismann sinn með kúbeini og veitt honum áverka á höfði. Hann var fluttur á heilsugæslustöð en lögregla tók konuna í sína vörslu. Síðar var lögregla kölluð á vettvang þar sem ungur maður í annarlegu ástandi hafði ráðist á foreldra sína í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Hann var handtekinn en foreldrarnir hlutu ekki alvarlega áverka




Fleiri fréttir

Sjá meira


×