Innlent

Sigmar B. Hauksson látinn

Sigmar B Hauksson
Sigmar B Hauksson
Sigmar B. Hauksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi formaður Skotveiðifélags Íslands, er látinn. Hann lést á Landspítalanum aðfaranótt aðfangadags eftir stutt veikindi og baráttu við krabbamein. Hann var 62 ára.

Sigmar hóf störf hjá Ríkisútvarpinu árið 1970. Hann starfaði í útvarpi og sjónvarpi og varð þjóðþekktur fyrir dagskrárgerð sína. Sigmar var einnig formaður Skotveiðifélags Íslands til margra ára.

Sigmar lætur eftir sig tvo uppkomna syni og barnabörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×