Erlent

Mandela útskrifaður af sjúkrahúsi

BBI skrifar
Nelson Mandela, þjóðarhetja og fyrrverandi forseti Suður-Afríku.
Nelson Mandela, þjóðarhetja og fyrrverandi forseti Suður-Afríku. Mynd/AFP
Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, útskrifaðist í dag af sjúkrahúsi þar sem hann hefur verið vegna sýkingar í lungum og gallsteina síðustu 18 daga.

Mandela verður undir eftirliti lækna á heimili sínum í Jóhannesarborg þar til hann hefur náð sér að fullu. Þetta hefur verið lengsta dvöl Mandela á sjúkrahúsi síðan hann losnaði úr fangelsi árið 1990.

Læknar eru að sögn ánægðir með bata Mandela hingað til en fjölskylda hans saknaði hans sárt yfir hátíðirnar. „Við bjuggumst ekki við að hann yrði fra svona lengi," sagði afasonur hans við fréttamenn BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×