Innlent

Þremur bjargað úr Kirkjubólshlíð

VG skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Búið er að bjarga þremur einstaklingum sem þurftu að dúsa í og nærri Kirkjubólshlíð á Vestfjörðum í morgun.

Annarsvegar sátu tveir fastir í fólksbíl í hlíðinni þar sem snjóflóð hafði fallið. Skammt frá sat vörubílstjóri einnig fastur. Björgunaraðgerðir gengu vel, ökumönnum og farþega voru sóttir og keyrðir til byggða, en bílarnir skildir eftir. Engum varð meint af.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg sjá björgunarsveitir fram á annríkan dag. Þessa stundina sinna þeir fólksflutningum en heilbrigðisfólk á erfitt með að komast á milli staða vegna lélegrar færðar og þá koma björgunarsveitir til aðstoðar.

Þá hefur lögreglan ákveðið að  loka móttökusvæði fyrir sorp, við sorpbrennslustöðina Funa, vegna snjóflóðahættu, þar verða aðstæður kannaðar nánar í birtingu. Þá eru björgunarmenn frá Grundarfirði að aðstoða tvo farþega og ökumann í fastri rútu í grennd við Búland, á norðanverðu Snæfellsnesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×