Innlent

Öll umferð um veginn við Eyrarhlíð bönnuð

Öll umferð bönnuð um Eyrarhlíð. Athugið að myndin er úr safni.
Öll umferð bönnuð um Eyrarhlíð. Athugið að myndin er úr safni.
Lögreglan, í samráði við Snjóflóðavakt Veðurstofunnar og Vegagerðina, hefur tekið ákvörðun um að banna alla umferð um veginn um Eyrarhlíð.

Um er að ræða veginn milli Hnífsdals og Ísafjarðar. Óvissustigi hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu.

Töluverður snjór hefur safnast hlíðum. Veður hefur þó lægt mikið. Upplýsingar verða sendar á næstu klukkustundum um framvindu mála hvað vaðar lokanir eða opnanir vega samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×