Innlent

Aðstoða fólk í bílum eftir snjóflóð

Súðavíkurhlíð
Súðavíkurhlíð
Björgunarsveit Landsbjargar á Ísafirði var kölluð út fyrir stundu til að aðstoða fólk í tveimur bílum, sem eru fastir á Kirkjubólshlíð vegna snjóflóðs sem féll þar á áttunda tímanum í morgun.

Ekki er vitað til að neitt ami að fólkinu í bílunum, en Vegagerðin hefur nú varað við snjóflóðahætætu í Súðavíkurhlíð, sem tekur við af Kirkjubólshlíðinni.

Þá hefur lögreglan ákveðið að loka móttökusvæði fyrir sorp, við sorpbrennslustöðina Funa, vegna snjóflóðahættu þar, og verða aðstæður kannaðar nánar í birtingu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×