Innlent

Óvissustig á Vestfjörðum - bær við Bolungarvík rýmdur

Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur lýst yfir Óvissustigi á norðanverðum Vestfjörðum og einnig hefur verið ákveðið að rýma bæinn Geirastaði í Syðridal við Bolungarvík samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum.

Óvissustig þýðir að betur er fylgst með þróun mála og allir þeir sem koma að vöktun og viðbúnaði vegna snjóflóðahættu eru tilbúnir að bregðast við ef frekari hætta skapast.

Á óvissustigi er unnið frekara hættumat sem nýtt er við ákvörðun um frekari aðgerðir. Nú hefur einnig verið lýsti yfir hættustigi við bæinn Geirastaði. Hættustig þýðir að gripið hefur verið til fyrirbyggjandi ráðstafana og fólk fer burt af hættusvæðinu.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fylgist náið með framvindu mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×