Innlent

New York Post hefur trú á Gunnari Nelson

Bardagakappinn Gunnar Nelson er í áttunda sæti á topp tíu lista bandaríska blaðsins New York Post yfir þá íþróttamenn í blönduðum bardagalistum, MMA, sem talið er að muni slá í gegn á næsta ári. Í greininni í blaðinu segir að Gunnar sé „sjóðheitur" um þessar mundir og gæti unnið titil í veltivigt á árinu. Þá er það tekið sérstaklega fram að Gunnar hafi aldrei tapað bardaga en hann keppir næst 16. febrúar við bardagamanninn Justin Edwards.

Listann má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×