Erlent

Var Whitney Houston drepin?

Huebl segist vera á þeirri skoðun að lögreglan í Beverly Hills hafi ekki rannsakað lát Houston nægilega vel, því hún hafi verið hrædd um neikvæða umfjöllun um hverfið og Beverly Hilton hótelið.
Huebl segist vera á þeirri skoðun að lögreglan í Beverly Hills hafi ekki rannsakað lát Houston nægilega vel, því hún hafi verið hrædd um neikvæða umfjöllun um hverfið og Beverly Hilton hótelið. Mynd/AFP
Whitney Houston var drepin af fíkniefnasölum og það eru til upptökur úr öryggismyndavélum sem sanna það. Þetta segir Paul Huebl einkaspæjari sem hefur rannsakað dauða hennar síðustu mánuði.

Söngkonan fannst látin á hótelherbergi sínu í febrúar síðastliðnum en talið var að hún hafi drukknað í baðkari eftir að hafa tekið inn of mikið af kókaíni, marijúana og lyfseðilsskyldum lyfjum.

Einkaspæjarinn segir að margt bendi til þess að það sé ekki rétt og hefur afhent bandarísku alríkislögreglunni sönnunargögn máli sínu til stuðnings.

Huebl segir að hún hafi fengið mikið magn af kókaíni sent til sín daginn áður en hún lést og myndbandsupptöku heyrist þegar hún segir: „Ég er orðin leið á þessu rugli".

Hann segir að nokkrir fíkniefnasalar hafi komið inn í herbergið nokkrum klukkutímum áður en hún lést, þar sem hún skuldaði þeim um eina og hálfa milljón dollara vegna fíkniefnakaupa. Þeir sjáist á öryggismyndavélum fara inn á hótelið sem söngkonan dvaldi á. Hann heldur því svo fram að þeir hafi drepið hana og komið henni fyrir í baðkarinu.

„Á líki hennar má sjá augljós varnarsár sem fólk fær þegar það berst fyrir lífi sínu," segir hann. Þá hafi verið búið að rústa hótelherberginu, sem bendi til að átök hafi átt sér stað þar. „Ég held að ef þú setur allt þetta saman gefi það augaleið að þarna sé um morð að ræða."

Huebl segist vera á þeirri skoðun að lögreglan í Beverly Hills hafi ekki rannsakað lát Houston nægilega vel, því hún hafi verið hrædd um neikvæða umfjöllun um hverfið og Beverly Hilton hótelið.

Hann vill ekki gefa upp hver það var sem réð hann til að rannsaka dauða söngkonunnar.

Umfjöllun Daily Mail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×