Erlent

Af hverju valdi Time Obama persónu ársins? Hefur breytt landslaginu

Magnús Halldórsson skrifar
Barack Obama ásamt konu sinni, Michelle Obama.
Barack Obama ásamt konu sinni, Michelle Obama.
Barack Obama vann bandarísku forsetakosningarnar í nóvember og fékk umboð til þess að halda áfram sem forseti næstu fjögur árin. Time valdi hann mann ársins, ekki síst með þeim rökum að hann hafi nú þegar breytt stjórnmálaáhuga í Bandaríkjunum og virkjað samfélagshópa sem áður voru útundan. Þannig hafi aldrei jafn margir svartir nýtt kosningarétt sinn og í þeim tveimur kosningum þar sem nafn Obama hefur verið á kjörseðlinum, og það sama á við fólk af suður-amerískum uppruna í Bandaríkjunum. Þetta staðfestist enn frekar í kosningum í nóvember, að sögn Time, sem segir þetta vera stærra mál en margir geri sér grein fyrir. Í kosningunum í nóvember fékk Obama 71 prósent atkvæða frá fólki að suður-amerískum uppruna, 93 prósent frá svörtum, 73 prósent frá fólki af asískum uppruna og 60 prósent þeirra sem eru undir þrítugu, að því er fram kemur í ítarlegri grein um Obama á vefsíðu Time.

Þá er nefnt að Obama hafi verið umdeildur forseti og tekið á erfiðum málum, svo sem heilbrigðismálum, með það fyrir augum að tryggja aðgengi allra Bandaríkjamanna að lágmarksheilbrigðisþjónustu. Time segir að þetta hafi tekist, og óháð því hvernig horft er á þessar breytingar, þá sé það mikill pólitískur árangur að hafa náð þeim fram.

Ítarleg grein Time um Obama, þar sem rætt er við hann og fjallað um verk hans í tilefni af því að hann er maður ársins 2012, má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×