Erlent

Ferðin tekur átta tíma í stað 20

Stolt kínverskra stjórnvalda tekið í notkun. fréttablaðið/AP
Stolt kínverskra stjórnvalda tekið í notkun. fréttablaðið/AP
Lengsta háhraðalestarleið heims var tekin í notkun í Kína í gær, og er ekið frá höfuðborginni Beijing til viðskiptastórborgarinnar Guangzhou, sem er skammt frá Hong Kong.

Vegalengdin milli borganna er nærri 2.300 kílómetrar, og tekur ferðin nú aðeins átta klukkustundir í stað 20 stunda áður, jafnvel þótt stoppað sé í stærri borgum á leiðinnni.

Kínverskir ráðamenn hafa gert mikið úr þessum viðburði, sem sýni hvers Kínverjar eru megnugir. Á ýmsu hefur þó gengið í aðdragandanum, meðal annars hrundi hluti lestarleiðarinnar í kjölfar mikilla rigninga í mars. Þá kostaði slys í annarri kínverskri háhraðalest fjörutíu manns lífið sumarið 2011.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×