Erlent

Bush enn fárveikur

George Bush eldri liggur enn fárveikur á spítala með mikinn hita. Hann var upphaflega lagður inn á spítala þann 7. nóvember síðastliðinn vegna bronchitis en var svo útskrifaður aftur þann 19. nóvember. Þann 23. nóvember var hann svo lagður aftur inn vegna þráláts hósta og hita.

Læknar hans höfðu vonast til þess að Bush gæti verið heima um jólin. Þegar á reyndi þurfti hann að dvelja áfram á spítalanum, en fékk heimsókn frá Barböru, eiginkonu sinni, Neil syni sínum og Pierce barnabarni.

Bush er orðinn 88 ára gamall. Hann var forseti Bandaríkjanna á árunum 1989-1993.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×