Erlent

EA vísaði á byssuframleiðendur

Í tölvuleiknum geta spilarar valið vopn úr miklum fjölda vopna sem til eru í raunveruleikanum.
Í tölvuleiknum geta spilarar valið vopn úr miklum fjölda vopna sem til eru í raunveruleikanum.
Bandaríski tölvuleikjarisinn Electronic Arts (EA) markaðssetti stríðsleikinn Medal of Honor Warfighter í október með því að vísa beint af vefsíðu leiksins á vefsíður byssuframleiðenda.

Tenglarnir hafa nú verið fjarlægðir og EA segir þá hafa verið setta upp fyrir mistök. Frá þessu greinir vefmiðill dagblaðsins New York Times.

Ofbeldistölvuleikir komust í umræðuna eftir skotárásirnar í Newtown í Connecticut þegar samtök byssueigenda í Bandaríkjunum kenndu tölvuleikjunum um árásina og sögðu þá hvetja fólk til að beita ofbeldi. Engar rannsóknir hafa sýnt fram á að tölvuleikir hvetji til ofbeldis.

Tengingin á milli vefja tölvuleiksins og byssuframleiðenda er sögð til marks um markaðsleg hagsmunatengsl þessara aðila.

Byssuframleiðendur eru helstu bakhjarlar samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum og koma einnig að markaðssetningu tölvuleikja sem innihalda vörur frá þeim, eins og Medal of Honor.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×