Fleiri fréttir Ræðst í dag hvort að íbúar fá að snúa aftur heim Þrátt fyrir að vind hafi lægt og hætt að snjóa á Vestjörðum í gærkvöldi, er enn hættustig vegna snjóflóða á Ísafirði og óvissuástand á norðan- og sunnanverðum fjörðunum af sömu ástæðu. 28.12.2012 06:52 Sátu föst í bíl í Eyjafirði Lögreglan á Akureyri aðstoðaði í nótt fólk, sem sat í föstum bíl í sumarhúsabyggð hinumegin við Eyjafjörðinn. Og þá þurfti björgunarsveit að aðstoða tvo menn í föstum bíl í Fagradal fyrir austan, í nótt, en að örðu leyti er ekki vitað um erfiðleika á vegunum í nótt, enda umferð í algjöru lágmarki samkvæmt teljurum Vegagerðarinnar. 28.12.2012 06:50 Bíllinn rann í hálkunni Fimm menn sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra rann út af þjóðveginum austan við Selfoss um klukkan fjögur í nótt. Þar og víða á láglendi sunnanlands myndaðist lúmsk glerhálka undir morgun og varar lögreglan í Árnessýslu ökumenn við henni þegar þeir leggja úr í morgunumferðina. 28.12.2012 06:47 Stal bíl í Breiðholti - lagði svo í bílastæði fyrir framan lögreglumenn Bíl var stolið í Breiðholti rétt upp úr miðnætti. Þegar lögreglumenn komu á vettvang til að ræða við eigandann, sáu þeir hvar þjófurinn kom akandi á bílnum, lagði honum í stæði, þaðan sem hann hafði stolið honum,og ætlaði að forða sér, en lögreglumenn hlupu hann uppi og handtóku hann. 28.12.2012 06:45 100 milljóna mengunarskattur Um áramótin fellur stóriðjan á Íslandi undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með losunarheimildir. Flugfélög hafa þurft að kaupa sér heimildir allt þetta ár en Alþingi samþykkti í desember breytingar á lögunum. 28.12.2012 06:00 Aðeins raunverulegt flokksfólk fái að kjósa Um áramótin tekur gildi lagabreyting hjá Samfylkingarfélaginu í Reykjavík (SFFR) um að aðeins þeir sem greitt hafa félagsgjald verði fullgildir félagar. Þeir sem ekki greiða félagsgjöldin fyrir áramót fá því ekki að kjósa um formann Samfylkingarinnar í janúar. 28.12.2012 06:00 Sjóður safnar milljónatugum Á þeim tólf árum sem Jöfnunarsjóður alþjónustu hefur verið starfræktur hafa safnast í hann 75 milljónir króna í gjöld frá fjarskiptafyrirtækjum umfram arð sem sjóðurinn hefur úthlutað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar. 28.12.2012 06:00 Taka sex milljarða úr vasa launagreiðenda Stjórnvöld brjóta samkomulag sem gert var við undirritun kjarasamninga með því að lækka tryggingagjald aðeins um 0,1 prósentustig um áramótin að mati Samtaka atvinnulífsins (SA). 28.12.2012 06:00 Komin með nóg af mannanafnalögum Bloggarinn Eva Hauksdóttir og Jón Gnarr borgarstjóri eru sammála um að mannanafnalög séu öðrum lögum kjánalegri og réttast sé að nema þau úr gildi. 27.12.2012 23:16 Mengar margfalt meira en áramótabrenna Díoxínmengun frá sorpbrennslunni í Skaftárhreppi er tuttugu og fimm sinnum meiri en frá áramótabrennunni á Kirkjubæjarklaustri. 27.12.2012 22:15 Hvetja fólk til að kaupa vínið snemma Vínbúðirnar búast við mikilli örtröð og löngum biðröðum á gamlársdag. 27.12.2012 22:03 Ásgeir og Ingibjörg seldust mest Plata Ásgeirs Trausta og bók Ingibjargar Reynisdóttur um Gísla á Uppsölum eru sigurvegarar plötu og bókasölu jólanna 27.12.2012 21:39 Mikið hringt í vinalínu um jólin Að vera einmana á jólum er mörgum þungbært. Rauði krossinn hefur haldið úti hjálparlínu þar sem fólki gefst kostur á að hringja og heyra vinalega rödd. 27.12.2012 21:30 Neyðarpillan var nær uppseld á landinu Neyðarpillan var ófáanleg hjá dreifingaraðila og hafði klárast í nokkrum apótekum í dag. 27.12.2012 20:49 Ekki útilokað að taka upp fangabúninga Páll Winkel, fangelsismálastjóri, svarar áleitnum spurningum sem flótti Matthíasar kveikti. 27.12.2012 19:44 Búið að rýma nokkur hús Erfitt er að segja til um hversu mörg snjóflóð hafa fallið á Vestfjörðum í dag. 27.12.2012 19:05 Álag á bráðamóttöku um jólin „Það hafa verið líkamsárásir og pústrar og heimilisofbeldi og barnaverndarmál og bara allur skalinn,“ segir deildarstjóri. 27.12.2012 18:56 Snjóflóðahætta á Ísafirði - Almennt ekki að plaga fólk mikið "Þér að segja finnst fólki þetta almennt bara mjög skemmtilegt.“ 27.12.2012 18:32 Skiptir öllu að fara eftir leiðbeiningum Flugeldar gefa frá sér hita á bilinu 800-1200 °C. Ekki eru nema tæp þrjú ár síðan ungur maður lést þegar hann var að fikta með flugelda. 27.12.2012 17:23 Álftanes verður Garðabær um áramótin Fjárhagslegri endurskipulagningu Sveitarfélagsins Álftaness er lokið og hefur innanríkisráðherra leyst frá störfum fjárhaldsstjórn sem skipuð var til að annast verkefnið í samráði við bæjarstjórnina og innanríkisráðuneytið. Fjárhaldsstjórnin annaðist meðal annars samninga við lánardrottna og jafnframt kom fram tillaga sveitarfélagsins um sameiningu sveitarfélagsins við annað sveitarfélag. Var sameining við Garðabæ samþykkt í báðum sveitarfélögunum í haust. 27.12.2012 17:00 Tindur Jónsson með greiningu á einhverfurófi Það er gerólíkt að ala upp barn á einhverfurófi sem fengið hefur greiningu og barn á rófinu sem ekki hefur verið greint. Þetta segir Ýr Sigurðardóttir, sem gerðist nýlega yfirlækniir á flogaveikideild við fyrsta nýja barnaspítalann sem opnað hefur í Bandaríkjunum í 50 ár. Ýr er í forsíðuviðtali við Nýtt líf sem kemur út í dag. 27.12.2012 16:36 Óku inn í snjóflóð Þrír bílar óku inn í snjóflóð er féll á veginn við Selabólsurð, um 5 kílómetra frá Flateyri, nú seinnipartinn samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg. Sátu bílarnir fastir í flóðinu. 27.12.2012 16:34 Snjóflóðahætta á Ísafirði - reitur 9 rýmdur Ákveðið hefur verið að rýma reit 9 á Ísafirði. Reitur 9 er hluti af Seljalandsvegi. Þarna býr engin en starfsemi er í tveim húsum. Starfsmenn eru farnir af svæðinu. 27.12.2012 15:54 Öll umferð um veginn við Eyrarhlíð bönnuð Lögreglan, í samráði við Snjóflóðavakt Veðurstofunnar og Vegagerðina, hefur tekið ákvörðun um að banna alla umferð um veginn um Eyrarhlíð. 27.12.2012 15:31 Steinhleðslur við Gömlu höfnina friðaðar Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að tillögu húsafriðunarnefndar að friða Tryggvaskála á Selfossi og Seyðisfjarðarkirkju og nær friðunin til húsanna í heild, þ.e. bæði ytra og innra byrðis samkvæmt tilkynningu á heimasíðu vefsins. Þá hefur ráðherra ákveðið að friða elstu mannvirkin við Gömlu höfnina í Reykjavík. Um er að ræða eftirfarandi steinhleðslur, sem gerðar voru á árunum 1913 til 1945: 27.12.2012 15:21 Varað við óveðri um helgina Veðurstofan varar við óveðri á Vestfjörðum á föstudagskvöld og á laugardag um allt land, sérstaklega norðantil. Ekkert ferðaveður verður á norðanverðu landinu. Gert er ráð fyrir norðan 20-25 metrum á sekúndu og snjókoma á Vestfjörðum strax annað kvöld en norðan 18-28 metrum á sekúndu um vestanvert landið á laugardagsmorgun. Hægari vindur austanlands. Talsverð eða mikil snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu og á Austfjörðum, slydda suðaustanlands, en annars úrkomulítið. Dregur úr vindi og ofankomu vestantil um kvöldið, en hvessir þá austanlands. 27.12.2012 15:20 Ökklabrotinni konu bjargað Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum og Sigurgeir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sóttu nú eftir hádegi konu sem slasaðist við Leiði í Þjórsárdalsskógi að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg. Konan var á göngu, rann í hálku og er talið að hún sé ökklabrotin. 27.12.2012 15:16 Lýst eftir Stebba þrekvaxna Tvær líkamsárásir áttu sér stað á Hvíta húsinu á Selfossi samkvæmt lögreglunni. 27.12.2012 14:38 Datt í Skriðufellsskógi Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning rétt fyrir klukkan tvö í dag um konu sem hafði dottið í Skriðufellsskógi í Þjórsárdal og að öllum líkindum öklabrotnað. 27.12.2012 14:19 Bylgjan kynnir mann ársins á morgun Vísir og Bylgjan minna á valið á manni ársins sem fer fram á vefsíðum Vísis og Bylgjunnar. Í þættinum Reykjavík Síðdegis á morgun sem sendur verður út frá Perlunni, verður svo maður ársins kynntur og heiðraður. 27.12.2012 14:12 Fimmtán ára strákar brutust inn í skóla Tveir fimmtán ára piltar voru staðnir að innbroti í Stóru - Vogaskóla í Vatnsleysustrandarhreppi í fyrradag. Lögreglumaður á frívakt sá þá skríða inn um brotinn glugga á skólabyggingunni og gerði lögreglunni á Suðurnesjum þegar viðvart. Piltarnir höfðu brotið rúðu með grjóthnullungi. Þannig komust þeir inn í smíðastofu skólans þar sem þeir rótuðu til. Málið fer í hefðbundinn farveg, meðal annars til barnaverndarnefndar, með tilliti til ungs aldurs piltanna. 27.12.2012 13:46 Óvissustig á Vestfjörðum - bær við Bolungarvík rýmdur Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur lýst yfir Óvissustigi á norðanverðum Vestfjörðum og einnig hefur verið ákveðið að rýma bæinn Geirastaði í Syðridal við Bolungarvík samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. 27.12.2012 13:39 Hjúkrunarfræðingar komu til aðstoðar eftir bílveltu Betur fór en á horfðist þegar bílvelta varð við Litlu-Kaffistofuna í morgun. Kona sem var ein á ferð í bílnum slapp lítið slösuð. Eftir að bílinn valt dreif þar að tvo hjúkrunarfræðinga sem aðstoðuðu konuna. Þeir hlúðu að henni inni á Litlu-Kaffistofunni. Lögreglubíll og sjúkrabíll frá Reykjavík komu svo konunni til aðstoðar. 27.12.2012 13:34 Skipt um hluta girðingarinnar á næsta ári Fangelsismálastjóri segir að skipt verið um hluta girðingarinnar við Litla-Hraun á næsta ári. Bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að Matthías Máni náði að strjúka úr fangelsinu en hann var yfirheyrður í morgun. 27.12.2012 13:05 Sem betur fer ekki mjög algengt að ráðist sé á sjúkraflutningamenn "Þetta kemur því miður stundum fyrir og það er alltaf jafn dapurt að heyra af svona,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. 27.12.2012 12:01 Ölvaður maður réðst á sjúkraflutningamenn Ölvaður maður sem sjúkralið hafði farið að sinna á Háaleitisbraut réðst á sjúkraflutningsmenn. Hann hafði fallið niður stiga í húsi, en eftir að búið var að gera að sárum hans réðst hann á sjúkraflutningamennina og þurfti lögregla að handtaka manninn og vista í fangaklefa. 27.12.2012 11:22 Var Whitney Houston drepin? Whitney Houston var drepin af fíkniefnasölum og það eru til upptökur úr öryggismyndavélum sem sanna það. Þetta segir Paul Huebl einkaspæjari sem hefur rannsakað dauða hennar síðustu mánuði. 27.12.2012 11:14 Alls óvíst hvaða áhrif innganga Mónakó og Andorra hefði á EES samninginn Hugmyndir eru uppi um að þrjú smáríki, þar á meðal Mónakó og Andorra, gangi inn í EFTA samninginn og bætist því í hóp Íslands, Noregs og Lichtenstein sem eru í EES. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að málið hafi ekki verið borið upp við sig formlega en það hafi verið rætt óformlega á fundi utanríkisráðherra í byrjun desember. Hann segir þó að svo virðist sem málið hafi verið rætt í þaula innan Evrópusambandsins. Engin niðurstaða er komin í málið. 27.12.2012 11:11 Áramótabrenna að Ásvöllum Áramótabrenna verður að Ásvöllum, við Tjarnarvelli 7, á gamlárskvöld og verður bálið tendrað kl. 20.30 samkvæmt tilkynningu frá bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði. 27.12.2012 11:07 Hríðskotabyssur vinsæl jólagjöf í Bandaríkjunum Margir Bandaríkjamenn fengu skammbyssur, riffla og hríðskotabyssur í jólagjöf. 27.12.2012 10:16 Þremur bjargað úr Kirkjubólshlíð Búið er að bjarga þremur einstaklingum sem þurftu að dúsa í og nærri Kirkjubólshlíð á Vestfjörðum í morgun. 27.12.2012 09:51 Stuðningsmenn Bhuttos minnast andláts hennar Stór hópur fólks í Pakistanska þjóðarflokknum safnast saman í dag til þess að minnast þess að fimm ár eru síðan Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, var ráðin af dögum. Bhutto lést í byssu- og sprengjuárás árið 2007 á meðan kosningabarátta hennar stóð yfir. Hundruð þúsunda manna hafa tjaldað nærri ættaróðali Bhuttos í Sindh héraðinu. Atburðurinn í dag þykir vera mikilvægur áfangi á pólitískri vegferð Bilawals Bhutto-Zardari, sonar Bhuttos, og Asif Ali Zardari forseta landsins. 27.12.2012 09:41 Hæstiréttur sakfelldi 171 níðing á 90 árum Flestir barnaníðingar eru ungir karlmenn í samböndum og launaðri vinnu. Þolendur eru í langflestum tilvikum ungar stúlkur sem þekkja ofbeldismanninn. 171 karlmaður hefur verið dæmdur sekur fyrir barnaníð í Hæstarétti síðustu 90 ár. 27.12.2012 08:30 Aðstoða fólk í bílum eftir snjóflóð Björgunarsveit Landsbjargar á Ísafirði var kölluð út fyrir stundu til að aðstoða fólk í tveimur bílum, sem eru fastir á Kirkjubólshlíð vegna snjóflóðs sem féll þar á áttunda tímanum í morgun. Ekki er vitað til að neitt ami að fólkinu í bílunum, en Vegagerðin hefur nú varað við snjóflóðahætætu í Súðavíkurhlíð, sem tekur við af Kirkjubólshlíðinni. 27.12.2012 08:03 Réðust á nágranna sem kvörtuðu yfir hávaða Mikið var um heimapartí með mikilli háreysti víða á landinu í nótt og var lögreglan á Akureyri, Selfossi, í Reykjavík og í Keflavík kölluð á vettvang til að koma skikki á málin. Í Hamraborg í Kópavogi ætluðu nágrannar að biðja fólk að draga úr hávaða, en gestir þar réðust á fólkið og þurftu lögreglumenn að flytja það á Slysadeild, en áverkar voru þó ekki lavarlegir. 27.12.2012 06:42 Sjá næstu 50 fréttir
Ræðst í dag hvort að íbúar fá að snúa aftur heim Þrátt fyrir að vind hafi lægt og hætt að snjóa á Vestjörðum í gærkvöldi, er enn hættustig vegna snjóflóða á Ísafirði og óvissuástand á norðan- og sunnanverðum fjörðunum af sömu ástæðu. 28.12.2012 06:52
Sátu föst í bíl í Eyjafirði Lögreglan á Akureyri aðstoðaði í nótt fólk, sem sat í föstum bíl í sumarhúsabyggð hinumegin við Eyjafjörðinn. Og þá þurfti björgunarsveit að aðstoða tvo menn í föstum bíl í Fagradal fyrir austan, í nótt, en að örðu leyti er ekki vitað um erfiðleika á vegunum í nótt, enda umferð í algjöru lágmarki samkvæmt teljurum Vegagerðarinnar. 28.12.2012 06:50
Bíllinn rann í hálkunni Fimm menn sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra rann út af þjóðveginum austan við Selfoss um klukkan fjögur í nótt. Þar og víða á láglendi sunnanlands myndaðist lúmsk glerhálka undir morgun og varar lögreglan í Árnessýslu ökumenn við henni þegar þeir leggja úr í morgunumferðina. 28.12.2012 06:47
Stal bíl í Breiðholti - lagði svo í bílastæði fyrir framan lögreglumenn Bíl var stolið í Breiðholti rétt upp úr miðnætti. Þegar lögreglumenn komu á vettvang til að ræða við eigandann, sáu þeir hvar þjófurinn kom akandi á bílnum, lagði honum í stæði, þaðan sem hann hafði stolið honum,og ætlaði að forða sér, en lögreglumenn hlupu hann uppi og handtóku hann. 28.12.2012 06:45
100 milljóna mengunarskattur Um áramótin fellur stóriðjan á Íslandi undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með losunarheimildir. Flugfélög hafa þurft að kaupa sér heimildir allt þetta ár en Alþingi samþykkti í desember breytingar á lögunum. 28.12.2012 06:00
Aðeins raunverulegt flokksfólk fái að kjósa Um áramótin tekur gildi lagabreyting hjá Samfylkingarfélaginu í Reykjavík (SFFR) um að aðeins þeir sem greitt hafa félagsgjald verði fullgildir félagar. Þeir sem ekki greiða félagsgjöldin fyrir áramót fá því ekki að kjósa um formann Samfylkingarinnar í janúar. 28.12.2012 06:00
Sjóður safnar milljónatugum Á þeim tólf árum sem Jöfnunarsjóður alþjónustu hefur verið starfræktur hafa safnast í hann 75 milljónir króna í gjöld frá fjarskiptafyrirtækjum umfram arð sem sjóðurinn hefur úthlutað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar. 28.12.2012 06:00
Taka sex milljarða úr vasa launagreiðenda Stjórnvöld brjóta samkomulag sem gert var við undirritun kjarasamninga með því að lækka tryggingagjald aðeins um 0,1 prósentustig um áramótin að mati Samtaka atvinnulífsins (SA). 28.12.2012 06:00
Komin með nóg af mannanafnalögum Bloggarinn Eva Hauksdóttir og Jón Gnarr borgarstjóri eru sammála um að mannanafnalög séu öðrum lögum kjánalegri og réttast sé að nema þau úr gildi. 27.12.2012 23:16
Mengar margfalt meira en áramótabrenna Díoxínmengun frá sorpbrennslunni í Skaftárhreppi er tuttugu og fimm sinnum meiri en frá áramótabrennunni á Kirkjubæjarklaustri. 27.12.2012 22:15
Hvetja fólk til að kaupa vínið snemma Vínbúðirnar búast við mikilli örtröð og löngum biðröðum á gamlársdag. 27.12.2012 22:03
Ásgeir og Ingibjörg seldust mest Plata Ásgeirs Trausta og bók Ingibjargar Reynisdóttur um Gísla á Uppsölum eru sigurvegarar plötu og bókasölu jólanna 27.12.2012 21:39
Mikið hringt í vinalínu um jólin Að vera einmana á jólum er mörgum þungbært. Rauði krossinn hefur haldið úti hjálparlínu þar sem fólki gefst kostur á að hringja og heyra vinalega rödd. 27.12.2012 21:30
Neyðarpillan var nær uppseld á landinu Neyðarpillan var ófáanleg hjá dreifingaraðila og hafði klárast í nokkrum apótekum í dag. 27.12.2012 20:49
Ekki útilokað að taka upp fangabúninga Páll Winkel, fangelsismálastjóri, svarar áleitnum spurningum sem flótti Matthíasar kveikti. 27.12.2012 19:44
Búið að rýma nokkur hús Erfitt er að segja til um hversu mörg snjóflóð hafa fallið á Vestfjörðum í dag. 27.12.2012 19:05
Álag á bráðamóttöku um jólin „Það hafa verið líkamsárásir og pústrar og heimilisofbeldi og barnaverndarmál og bara allur skalinn,“ segir deildarstjóri. 27.12.2012 18:56
Snjóflóðahætta á Ísafirði - Almennt ekki að plaga fólk mikið "Þér að segja finnst fólki þetta almennt bara mjög skemmtilegt.“ 27.12.2012 18:32
Skiptir öllu að fara eftir leiðbeiningum Flugeldar gefa frá sér hita á bilinu 800-1200 °C. Ekki eru nema tæp þrjú ár síðan ungur maður lést þegar hann var að fikta með flugelda. 27.12.2012 17:23
Álftanes verður Garðabær um áramótin Fjárhagslegri endurskipulagningu Sveitarfélagsins Álftaness er lokið og hefur innanríkisráðherra leyst frá störfum fjárhaldsstjórn sem skipuð var til að annast verkefnið í samráði við bæjarstjórnina og innanríkisráðuneytið. Fjárhaldsstjórnin annaðist meðal annars samninga við lánardrottna og jafnframt kom fram tillaga sveitarfélagsins um sameiningu sveitarfélagsins við annað sveitarfélag. Var sameining við Garðabæ samþykkt í báðum sveitarfélögunum í haust. 27.12.2012 17:00
Tindur Jónsson með greiningu á einhverfurófi Það er gerólíkt að ala upp barn á einhverfurófi sem fengið hefur greiningu og barn á rófinu sem ekki hefur verið greint. Þetta segir Ýr Sigurðardóttir, sem gerðist nýlega yfirlækniir á flogaveikideild við fyrsta nýja barnaspítalann sem opnað hefur í Bandaríkjunum í 50 ár. Ýr er í forsíðuviðtali við Nýtt líf sem kemur út í dag. 27.12.2012 16:36
Óku inn í snjóflóð Þrír bílar óku inn í snjóflóð er féll á veginn við Selabólsurð, um 5 kílómetra frá Flateyri, nú seinnipartinn samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg. Sátu bílarnir fastir í flóðinu. 27.12.2012 16:34
Snjóflóðahætta á Ísafirði - reitur 9 rýmdur Ákveðið hefur verið að rýma reit 9 á Ísafirði. Reitur 9 er hluti af Seljalandsvegi. Þarna býr engin en starfsemi er í tveim húsum. Starfsmenn eru farnir af svæðinu. 27.12.2012 15:54
Öll umferð um veginn við Eyrarhlíð bönnuð Lögreglan, í samráði við Snjóflóðavakt Veðurstofunnar og Vegagerðina, hefur tekið ákvörðun um að banna alla umferð um veginn um Eyrarhlíð. 27.12.2012 15:31
Steinhleðslur við Gömlu höfnina friðaðar Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að tillögu húsafriðunarnefndar að friða Tryggvaskála á Selfossi og Seyðisfjarðarkirkju og nær friðunin til húsanna í heild, þ.e. bæði ytra og innra byrðis samkvæmt tilkynningu á heimasíðu vefsins. Þá hefur ráðherra ákveðið að friða elstu mannvirkin við Gömlu höfnina í Reykjavík. Um er að ræða eftirfarandi steinhleðslur, sem gerðar voru á árunum 1913 til 1945: 27.12.2012 15:21
Varað við óveðri um helgina Veðurstofan varar við óveðri á Vestfjörðum á föstudagskvöld og á laugardag um allt land, sérstaklega norðantil. Ekkert ferðaveður verður á norðanverðu landinu. Gert er ráð fyrir norðan 20-25 metrum á sekúndu og snjókoma á Vestfjörðum strax annað kvöld en norðan 18-28 metrum á sekúndu um vestanvert landið á laugardagsmorgun. Hægari vindur austanlands. Talsverð eða mikil snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu og á Austfjörðum, slydda suðaustanlands, en annars úrkomulítið. Dregur úr vindi og ofankomu vestantil um kvöldið, en hvessir þá austanlands. 27.12.2012 15:20
Ökklabrotinni konu bjargað Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum og Sigurgeir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sóttu nú eftir hádegi konu sem slasaðist við Leiði í Þjórsárdalsskógi að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg. Konan var á göngu, rann í hálku og er talið að hún sé ökklabrotin. 27.12.2012 15:16
Lýst eftir Stebba þrekvaxna Tvær líkamsárásir áttu sér stað á Hvíta húsinu á Selfossi samkvæmt lögreglunni. 27.12.2012 14:38
Datt í Skriðufellsskógi Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning rétt fyrir klukkan tvö í dag um konu sem hafði dottið í Skriðufellsskógi í Þjórsárdal og að öllum líkindum öklabrotnað. 27.12.2012 14:19
Bylgjan kynnir mann ársins á morgun Vísir og Bylgjan minna á valið á manni ársins sem fer fram á vefsíðum Vísis og Bylgjunnar. Í þættinum Reykjavík Síðdegis á morgun sem sendur verður út frá Perlunni, verður svo maður ársins kynntur og heiðraður. 27.12.2012 14:12
Fimmtán ára strákar brutust inn í skóla Tveir fimmtán ára piltar voru staðnir að innbroti í Stóru - Vogaskóla í Vatnsleysustrandarhreppi í fyrradag. Lögreglumaður á frívakt sá þá skríða inn um brotinn glugga á skólabyggingunni og gerði lögreglunni á Suðurnesjum þegar viðvart. Piltarnir höfðu brotið rúðu með grjóthnullungi. Þannig komust þeir inn í smíðastofu skólans þar sem þeir rótuðu til. Málið fer í hefðbundinn farveg, meðal annars til barnaverndarnefndar, með tilliti til ungs aldurs piltanna. 27.12.2012 13:46
Óvissustig á Vestfjörðum - bær við Bolungarvík rýmdur Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur lýst yfir Óvissustigi á norðanverðum Vestfjörðum og einnig hefur verið ákveðið að rýma bæinn Geirastaði í Syðridal við Bolungarvík samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. 27.12.2012 13:39
Hjúkrunarfræðingar komu til aðstoðar eftir bílveltu Betur fór en á horfðist þegar bílvelta varð við Litlu-Kaffistofuna í morgun. Kona sem var ein á ferð í bílnum slapp lítið slösuð. Eftir að bílinn valt dreif þar að tvo hjúkrunarfræðinga sem aðstoðuðu konuna. Þeir hlúðu að henni inni á Litlu-Kaffistofunni. Lögreglubíll og sjúkrabíll frá Reykjavík komu svo konunni til aðstoðar. 27.12.2012 13:34
Skipt um hluta girðingarinnar á næsta ári Fangelsismálastjóri segir að skipt verið um hluta girðingarinnar við Litla-Hraun á næsta ári. Bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að Matthías Máni náði að strjúka úr fangelsinu en hann var yfirheyrður í morgun. 27.12.2012 13:05
Sem betur fer ekki mjög algengt að ráðist sé á sjúkraflutningamenn "Þetta kemur því miður stundum fyrir og það er alltaf jafn dapurt að heyra af svona,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. 27.12.2012 12:01
Ölvaður maður réðst á sjúkraflutningamenn Ölvaður maður sem sjúkralið hafði farið að sinna á Háaleitisbraut réðst á sjúkraflutningsmenn. Hann hafði fallið niður stiga í húsi, en eftir að búið var að gera að sárum hans réðst hann á sjúkraflutningamennina og þurfti lögregla að handtaka manninn og vista í fangaklefa. 27.12.2012 11:22
Var Whitney Houston drepin? Whitney Houston var drepin af fíkniefnasölum og það eru til upptökur úr öryggismyndavélum sem sanna það. Þetta segir Paul Huebl einkaspæjari sem hefur rannsakað dauða hennar síðustu mánuði. 27.12.2012 11:14
Alls óvíst hvaða áhrif innganga Mónakó og Andorra hefði á EES samninginn Hugmyndir eru uppi um að þrjú smáríki, þar á meðal Mónakó og Andorra, gangi inn í EFTA samninginn og bætist því í hóp Íslands, Noregs og Lichtenstein sem eru í EES. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að málið hafi ekki verið borið upp við sig formlega en það hafi verið rætt óformlega á fundi utanríkisráðherra í byrjun desember. Hann segir þó að svo virðist sem málið hafi verið rætt í þaula innan Evrópusambandsins. Engin niðurstaða er komin í málið. 27.12.2012 11:11
Áramótabrenna að Ásvöllum Áramótabrenna verður að Ásvöllum, við Tjarnarvelli 7, á gamlárskvöld og verður bálið tendrað kl. 20.30 samkvæmt tilkynningu frá bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði. 27.12.2012 11:07
Hríðskotabyssur vinsæl jólagjöf í Bandaríkjunum Margir Bandaríkjamenn fengu skammbyssur, riffla og hríðskotabyssur í jólagjöf. 27.12.2012 10:16
Þremur bjargað úr Kirkjubólshlíð Búið er að bjarga þremur einstaklingum sem þurftu að dúsa í og nærri Kirkjubólshlíð á Vestfjörðum í morgun. 27.12.2012 09:51
Stuðningsmenn Bhuttos minnast andláts hennar Stór hópur fólks í Pakistanska þjóðarflokknum safnast saman í dag til þess að minnast þess að fimm ár eru síðan Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, var ráðin af dögum. Bhutto lést í byssu- og sprengjuárás árið 2007 á meðan kosningabarátta hennar stóð yfir. Hundruð þúsunda manna hafa tjaldað nærri ættaróðali Bhuttos í Sindh héraðinu. Atburðurinn í dag þykir vera mikilvægur áfangi á pólitískri vegferð Bilawals Bhutto-Zardari, sonar Bhuttos, og Asif Ali Zardari forseta landsins. 27.12.2012 09:41
Hæstiréttur sakfelldi 171 níðing á 90 árum Flestir barnaníðingar eru ungir karlmenn í samböndum og launaðri vinnu. Þolendur eru í langflestum tilvikum ungar stúlkur sem þekkja ofbeldismanninn. 171 karlmaður hefur verið dæmdur sekur fyrir barnaníð í Hæstarétti síðustu 90 ár. 27.12.2012 08:30
Aðstoða fólk í bílum eftir snjóflóð Björgunarsveit Landsbjargar á Ísafirði var kölluð út fyrir stundu til að aðstoða fólk í tveimur bílum, sem eru fastir á Kirkjubólshlíð vegna snjóflóðs sem féll þar á áttunda tímanum í morgun. Ekki er vitað til að neitt ami að fólkinu í bílunum, en Vegagerðin hefur nú varað við snjóflóðahætætu í Súðavíkurhlíð, sem tekur við af Kirkjubólshlíðinni. 27.12.2012 08:03
Réðust á nágranna sem kvörtuðu yfir hávaða Mikið var um heimapartí með mikilli háreysti víða á landinu í nótt og var lögreglan á Akureyri, Selfossi, í Reykjavík og í Keflavík kölluð á vettvang til að koma skikki á málin. Í Hamraborg í Kópavogi ætluðu nágrannar að biðja fólk að draga úr hávaða, en gestir þar réðust á fólkið og þurftu lögreglumenn að flytja það á Slysadeild, en áverkar voru þó ekki lavarlegir. 27.12.2012 06:42