Taka sex milljarða úr vasa launagreiðenda 28. desember 2012 06:00 Tryggingagjald var hækkað til að bregðast við auknu atvinnuleysi, enda stendur það undir kostnaði við Atvinnuleysistryggingasjóð. Fréttablaðið/Anton Stjórnvöld brjóta samkomulag sem gert var við undirritun kjarasamninga með því að lækka tryggingagjald aðeins um 0,1 prósentustig um áramótin að mati Samtaka atvinnulífsins (SA). Með því að lækka gjaldið minna en efni standa til eru stjórnvöld að skattleggja íslensk fyrirtæki um sex milljarða króna aukalega á komandi ári, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. „Stjórnvöld ákváðu að þau þyrftu ekki að efna það sem um var talað og að þau gætu notað tryggingagjaldið til að standa undir auknum útgjöldum ríkisins,“ segir Vilhjálmur. Tryggingagjaldið rennur í Atvinnuleysistryggingasjóð, og var hækkað til að standa straum af kostnaði við aukið atvinnuleysi eftir hrunið. Vilhjálmur segir atvinnurekendur hafa haft skilning á því að gjaldið hafi þurft að hækka, en það hafi verið gert með þeim formerkjum að það myndi lækka þegar aftur færi að draga úr atvinnuleysi. SA reiknuðu með 0,75 prósentustiga lækkun á tryggingagjaldinu um áramótin. Lækkunin átti að standa undir umsaminni 3,25 prósenta launahækkun í byrjun febrúar. Vilhjálmur segir alveg ljóst að launahækkun umfram getu launagreiðenda muni hækka verðbólgu í landinu. Þá muni fyrirtækin hafa minna svigrúm til að ráða nýja starfsmenn. Tryggingagjald að meðtöldu markaðsgjaldi og gjaldi í Ábyrgðasjóð launa verður 7,69 prósent á næsta ári, en er 7,79 prósent á árinu sem nú er að líða. Ekki náðist í Katrínu Júlíusdóttur fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. - bj Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Stjórnvöld brjóta samkomulag sem gert var við undirritun kjarasamninga með því að lækka tryggingagjald aðeins um 0,1 prósentustig um áramótin að mati Samtaka atvinnulífsins (SA). Með því að lækka gjaldið minna en efni standa til eru stjórnvöld að skattleggja íslensk fyrirtæki um sex milljarða króna aukalega á komandi ári, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. „Stjórnvöld ákváðu að þau þyrftu ekki að efna það sem um var talað og að þau gætu notað tryggingagjaldið til að standa undir auknum útgjöldum ríkisins,“ segir Vilhjálmur. Tryggingagjaldið rennur í Atvinnuleysistryggingasjóð, og var hækkað til að standa straum af kostnaði við aukið atvinnuleysi eftir hrunið. Vilhjálmur segir atvinnurekendur hafa haft skilning á því að gjaldið hafi þurft að hækka, en það hafi verið gert með þeim formerkjum að það myndi lækka þegar aftur færi að draga úr atvinnuleysi. SA reiknuðu með 0,75 prósentustiga lækkun á tryggingagjaldinu um áramótin. Lækkunin átti að standa undir umsaminni 3,25 prósenta launahækkun í byrjun febrúar. Vilhjálmur segir alveg ljóst að launahækkun umfram getu launagreiðenda muni hækka verðbólgu í landinu. Þá muni fyrirtækin hafa minna svigrúm til að ráða nýja starfsmenn. Tryggingagjald að meðtöldu markaðsgjaldi og gjaldi í Ábyrgðasjóð launa verður 7,69 prósent á næsta ári, en er 7,79 prósent á árinu sem nú er að líða. Ekki náðist í Katrínu Júlíusdóttur fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. - bj
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira