Taka sex milljarða úr vasa launagreiðenda 28. desember 2012 06:00 Tryggingagjald var hækkað til að bregðast við auknu atvinnuleysi, enda stendur það undir kostnaði við Atvinnuleysistryggingasjóð. Fréttablaðið/Anton Stjórnvöld brjóta samkomulag sem gert var við undirritun kjarasamninga með því að lækka tryggingagjald aðeins um 0,1 prósentustig um áramótin að mati Samtaka atvinnulífsins (SA). Með því að lækka gjaldið minna en efni standa til eru stjórnvöld að skattleggja íslensk fyrirtæki um sex milljarða króna aukalega á komandi ári, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. „Stjórnvöld ákváðu að þau þyrftu ekki að efna það sem um var talað og að þau gætu notað tryggingagjaldið til að standa undir auknum útgjöldum ríkisins,“ segir Vilhjálmur. Tryggingagjaldið rennur í Atvinnuleysistryggingasjóð, og var hækkað til að standa straum af kostnaði við aukið atvinnuleysi eftir hrunið. Vilhjálmur segir atvinnurekendur hafa haft skilning á því að gjaldið hafi þurft að hækka, en það hafi verið gert með þeim formerkjum að það myndi lækka þegar aftur færi að draga úr atvinnuleysi. SA reiknuðu með 0,75 prósentustiga lækkun á tryggingagjaldinu um áramótin. Lækkunin átti að standa undir umsaminni 3,25 prósenta launahækkun í byrjun febrúar. Vilhjálmur segir alveg ljóst að launahækkun umfram getu launagreiðenda muni hækka verðbólgu í landinu. Þá muni fyrirtækin hafa minna svigrúm til að ráða nýja starfsmenn. Tryggingagjald að meðtöldu markaðsgjaldi og gjaldi í Ábyrgðasjóð launa verður 7,69 prósent á næsta ári, en er 7,79 prósent á árinu sem nú er að líða. Ekki náðist í Katrínu Júlíusdóttur fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. - bj Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Stjórnvöld brjóta samkomulag sem gert var við undirritun kjarasamninga með því að lækka tryggingagjald aðeins um 0,1 prósentustig um áramótin að mati Samtaka atvinnulífsins (SA). Með því að lækka gjaldið minna en efni standa til eru stjórnvöld að skattleggja íslensk fyrirtæki um sex milljarða króna aukalega á komandi ári, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. „Stjórnvöld ákváðu að þau þyrftu ekki að efna það sem um var talað og að þau gætu notað tryggingagjaldið til að standa undir auknum útgjöldum ríkisins,“ segir Vilhjálmur. Tryggingagjaldið rennur í Atvinnuleysistryggingasjóð, og var hækkað til að standa straum af kostnaði við aukið atvinnuleysi eftir hrunið. Vilhjálmur segir atvinnurekendur hafa haft skilning á því að gjaldið hafi þurft að hækka, en það hafi verið gert með þeim formerkjum að það myndi lækka þegar aftur færi að draga úr atvinnuleysi. SA reiknuðu með 0,75 prósentustiga lækkun á tryggingagjaldinu um áramótin. Lækkunin átti að standa undir umsaminni 3,25 prósenta launahækkun í byrjun febrúar. Vilhjálmur segir alveg ljóst að launahækkun umfram getu launagreiðenda muni hækka verðbólgu í landinu. Þá muni fyrirtækin hafa minna svigrúm til að ráða nýja starfsmenn. Tryggingagjald að meðtöldu markaðsgjaldi og gjaldi í Ábyrgðasjóð launa verður 7,69 prósent á næsta ári, en er 7,79 prósent á árinu sem nú er að líða. Ekki náðist í Katrínu Júlíusdóttur fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. - bj
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira