Búið að rýma nokkur hús Lillý Valgerður Pétursdóttir og Hafþór Gunnarsson skrifar 27. desember 2012 19:05 Mynd/BH Búið er að rýma nokkur hús á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Nokkur snjóflóð hafa fallið þar í dag og þurftu björgunarsveitarmenn að koma ökumönnum sem óku inn í snjóflóð til bjargar. Snjó tók að kyngja niður á Vestfjörðum í nótt. Snemma í morgun féll svo snjóflóð úr Kirkjubólshlíð við Ísafjörð og lokaði veginum. Tveir ökumenn voru að aka hlíðina, þeir sluppu við flóðið en lokuðust inni. Björgunarsveitarmenn sóttu fólkið á snjósleðum. Í framhaldi var tekin ákvörðun um að loka Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Upp úr hádegi var svo lýst yfir óvissustigi á norðanverðum Vestfjörðum vegna hættunnar á snjóflóðum. „Eftir hádegi þegar ekkert dró úr úrkomu þá var tekin ákvörðun um að rýma Steiniðjuna og þá bæi sem eru næst hlíð við Kirkjubólshlíð við Skutulsfjörð," segir Auður Elva Kjartansdóttir hjá snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Þá var einnig ákveðið að rýma bæinn Geirastaði í Syðridal við Bolungarvík og hesthús þar nálægt. „Þetta eru tvö hús á Bolungarvík og þetta eru ein fjögur hús við Skutulsfjörð," segir Auður. Síðdegis féll snjóflóð úr Eyrarhlíð milli Hnífsdals og Ísafjarðar. Annað féll svo skammt frá Flateyri. Björgunarsveitarmenn þurftu að aðstoða ökumenn þriggja bíla sem óku inni í flóðið en þá sakaði ekki. Auður segir erfitt að segja til um hversu mörg snjóflóð hafi fallið á svæðinu í dag. „Það hefur fallið fjöldi flóða á vegakerfið á norðanverðum Vestfjörðum. Enn höfum við ekki frétt af neinum flóðum á vegakerfið á sunnanverðum Vestfjörðum en við fylgjumst með," segir Auður. Óvíst er hversu lengi rýming húsanna verður í gildi. „Það er spáð áframhaldandi stormi með úrkomu aðfaranótt laugardags þannig að við munum bara fylgjast mjög grant með aðstæðum og meta hvern klukktíma fyrir sig," segir Auður. Tengdar fréttir Snjóflóðahætta á Ísafirði - Almennt ekki að plaga fólk mikið "Þér að segja finnst fólki þetta almennt bara mjög skemmtilegt.“ 27. desember 2012 18:32 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Búið er að rýma nokkur hús á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Nokkur snjóflóð hafa fallið þar í dag og þurftu björgunarsveitarmenn að koma ökumönnum sem óku inn í snjóflóð til bjargar. Snjó tók að kyngja niður á Vestfjörðum í nótt. Snemma í morgun féll svo snjóflóð úr Kirkjubólshlíð við Ísafjörð og lokaði veginum. Tveir ökumenn voru að aka hlíðina, þeir sluppu við flóðið en lokuðust inni. Björgunarsveitarmenn sóttu fólkið á snjósleðum. Í framhaldi var tekin ákvörðun um að loka Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Upp úr hádegi var svo lýst yfir óvissustigi á norðanverðum Vestfjörðum vegna hættunnar á snjóflóðum. „Eftir hádegi þegar ekkert dró úr úrkomu þá var tekin ákvörðun um að rýma Steiniðjuna og þá bæi sem eru næst hlíð við Kirkjubólshlíð við Skutulsfjörð," segir Auður Elva Kjartansdóttir hjá snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Þá var einnig ákveðið að rýma bæinn Geirastaði í Syðridal við Bolungarvík og hesthús þar nálægt. „Þetta eru tvö hús á Bolungarvík og þetta eru ein fjögur hús við Skutulsfjörð," segir Auður. Síðdegis féll snjóflóð úr Eyrarhlíð milli Hnífsdals og Ísafjarðar. Annað féll svo skammt frá Flateyri. Björgunarsveitarmenn þurftu að aðstoða ökumenn þriggja bíla sem óku inni í flóðið en þá sakaði ekki. Auður segir erfitt að segja til um hversu mörg snjóflóð hafi fallið á svæðinu í dag. „Það hefur fallið fjöldi flóða á vegakerfið á norðanverðum Vestfjörðum. Enn höfum við ekki frétt af neinum flóðum á vegakerfið á sunnanverðum Vestfjörðum en við fylgjumst með," segir Auður. Óvíst er hversu lengi rýming húsanna verður í gildi. „Það er spáð áframhaldandi stormi með úrkomu aðfaranótt laugardags þannig að við munum bara fylgjast mjög grant með aðstæðum og meta hvern klukktíma fyrir sig," segir Auður.
Tengdar fréttir Snjóflóðahætta á Ísafirði - Almennt ekki að plaga fólk mikið "Þér að segja finnst fólki þetta almennt bara mjög skemmtilegt.“ 27. desember 2012 18:32 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Snjóflóðahætta á Ísafirði - Almennt ekki að plaga fólk mikið "Þér að segja finnst fólki þetta almennt bara mjög skemmtilegt.“ 27. desember 2012 18:32