Innlent

Hvetja fólk til að kaupa vínið snemma

BBI skrifar
Mynd/Stefán Karlsson
Sala áfengis í vínbúðum hefur verið 3,6% minni nú í desember en á sama tíma í fyrra.

Í ár bar Þorláksmessu upp á sunnudag og því var lokað í Vínbúðunum. Viðskiptavinir komu því í meira mæli í búðirnar 21. og 22. desember. Álagið keyrði svo um þverbak á sjálfan aðfangadag en þá komu um 14 þúsund viðskiptavinir í búðirnar. Það er 137% meira álag en á aðfangadag í fyrra og lætur nærri því að vera of mikið fyrir vínbúðirnar.

Nú styttist í áramótin en 30. desember er að jafnaði einn söluhæsti dagur ársins. Hann ber nú upp á sunnudag rétt eins og Þorláksmessu. Því má búast við yfirgengilegri örtröð í Vínbúðum á sjálfan gamlársdag.

Í fyrra seldust 503 lítrar af áfengi dagana 27.-31. desember. Viðskiptavinir voru um 94 þúsund og þar af komu rúmlega 61% þeirra 30. eða 31. desember.

Vínbúðirnar hvetja viðskiptavini sína til að vera snemma á ferðinni fyrir áramótin til að forðast biðraðir og kynna sér vel opnunartímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×