Snjóflóðahætta á Ísafirði - Almennt ekki að plaga fólk mikið BBI skrifar 27. desember 2012 18:32 Snjór á Ísafirði. Myndin er ekki tekin í dag. Mynd/Pjetur Íbúar Ísafjarðar eru upp til hópa ánægðir með veðrið í bænum og ekki uggandi yfir snjóflóðahættunni. Þetta segir Albertína F. Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar á Ísafirði. Almannavarnir lýstu í dag yfir hættuástandi í bænum og þegar hafa sex hús verið rýmd vegna snjóflóðahættu. En þetta hefur ekki dregið bæjarbúa niður að ráði að sögn Albertínu. „Nei, þetta er ekkert óvenjulegt," segir hún. „Ég veit að það er búið að rýma þrjú hús og þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir fólkið sem býr í þeim húsum." „En þér að segja finnst fólki þetta almennt bara mjög skemmtilegt, semsagt ekki hættustigið heldur snjórinn. Maður sér það bara þegar maður gengur um í bænum," segir hún en nú liggur mannhæðarhár snjór yfir öllum bænum. „Hann féll bara allur í dag. Þetta er eiginlega algerlega magnað. Ég hef ekki séð svona mikinn snjó síðan árið 1995." Árið 1995 féll reyndar afdrifaríkt snjóflóð á byggðina í Súðavík. Þá týndu 14 manns lífinu. Í dag er hins vegar ekki búið í húsum sem eru á svonefndum hættusvæðum og búið að rýma þau hús sem talin eru í hættu. Albertína viðurkennir að menn lýsi líklega ekki yfir hættuástandi að gamni sínu. „En ég held almennt að þetta sé ekki að plaga fólk mikið. Einu óþægindin sem fylgja þessu er að komast ekki til og frá staðnum, fyrir þá sem hafa slík plön. Ég held að flestir séu að hugsa þetta. Ég veit til dæmis að systir mín er brjáluð í Reykjavík því hún er bara að missa af snjónum.," segir Albertína. Tengdar fréttir Varað við óveðri um helgina Veðurstofan varar við óveðri á Vestfjörðum á föstudagskvöld og á laugardag um allt land, sérstaklega norðantil. Ekkert ferðaveður verður á norðanverðu landinu. Gert er ráð fyrir norðan 20-25 metrum á sekúndu og snjókoma á Vestfjörðum strax annað kvöld en norðan 18-28 metrum á sekúndu um vestanvert landið á laugardagsmorgun. Hægari vindur austanlands. Talsverð eða mikil snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu og á Austfjörðum, slydda suðaustanlands, en annars úrkomulítið. Dregur úr vindi og ofankomu vestantil um kvöldið, en hvessir þá austanlands. 27. desember 2012 15:20 Snjóflóðahætta á Ísafirði - reitur 9 rýmdur Ákveðið hefur verið að rýma reit 9 á Ísafirði. Reitur 9 er hluti af Seljalandsvegi. Þarna býr engin en starfsemi er í tveim húsum. Starfsmenn eru farnir af svæðinu. 27. desember 2012 15:54 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Íbúar Ísafjarðar eru upp til hópa ánægðir með veðrið í bænum og ekki uggandi yfir snjóflóðahættunni. Þetta segir Albertína F. Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar á Ísafirði. Almannavarnir lýstu í dag yfir hættuástandi í bænum og þegar hafa sex hús verið rýmd vegna snjóflóðahættu. En þetta hefur ekki dregið bæjarbúa niður að ráði að sögn Albertínu. „Nei, þetta er ekkert óvenjulegt," segir hún. „Ég veit að það er búið að rýma þrjú hús og þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir fólkið sem býr í þeim húsum." „En þér að segja finnst fólki þetta almennt bara mjög skemmtilegt, semsagt ekki hættustigið heldur snjórinn. Maður sér það bara þegar maður gengur um í bænum," segir hún en nú liggur mannhæðarhár snjór yfir öllum bænum. „Hann féll bara allur í dag. Þetta er eiginlega algerlega magnað. Ég hef ekki séð svona mikinn snjó síðan árið 1995." Árið 1995 féll reyndar afdrifaríkt snjóflóð á byggðina í Súðavík. Þá týndu 14 manns lífinu. Í dag er hins vegar ekki búið í húsum sem eru á svonefndum hættusvæðum og búið að rýma þau hús sem talin eru í hættu. Albertína viðurkennir að menn lýsi líklega ekki yfir hættuástandi að gamni sínu. „En ég held almennt að þetta sé ekki að plaga fólk mikið. Einu óþægindin sem fylgja þessu er að komast ekki til og frá staðnum, fyrir þá sem hafa slík plön. Ég held að flestir séu að hugsa þetta. Ég veit til dæmis að systir mín er brjáluð í Reykjavík því hún er bara að missa af snjónum.," segir Albertína.
Tengdar fréttir Varað við óveðri um helgina Veðurstofan varar við óveðri á Vestfjörðum á föstudagskvöld og á laugardag um allt land, sérstaklega norðantil. Ekkert ferðaveður verður á norðanverðu landinu. Gert er ráð fyrir norðan 20-25 metrum á sekúndu og snjókoma á Vestfjörðum strax annað kvöld en norðan 18-28 metrum á sekúndu um vestanvert landið á laugardagsmorgun. Hægari vindur austanlands. Talsverð eða mikil snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu og á Austfjörðum, slydda suðaustanlands, en annars úrkomulítið. Dregur úr vindi og ofankomu vestantil um kvöldið, en hvessir þá austanlands. 27. desember 2012 15:20 Snjóflóðahætta á Ísafirði - reitur 9 rýmdur Ákveðið hefur verið að rýma reit 9 á Ísafirði. Reitur 9 er hluti af Seljalandsvegi. Þarna býr engin en starfsemi er í tveim húsum. Starfsmenn eru farnir af svæðinu. 27. desember 2012 15:54 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Varað við óveðri um helgina Veðurstofan varar við óveðri á Vestfjörðum á föstudagskvöld og á laugardag um allt land, sérstaklega norðantil. Ekkert ferðaveður verður á norðanverðu landinu. Gert er ráð fyrir norðan 20-25 metrum á sekúndu og snjókoma á Vestfjörðum strax annað kvöld en norðan 18-28 metrum á sekúndu um vestanvert landið á laugardagsmorgun. Hægari vindur austanlands. Talsverð eða mikil snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu og á Austfjörðum, slydda suðaustanlands, en annars úrkomulítið. Dregur úr vindi og ofankomu vestantil um kvöldið, en hvessir þá austanlands. 27. desember 2012 15:20
Snjóflóðahætta á Ísafirði - reitur 9 rýmdur Ákveðið hefur verið að rýma reit 9 á Ísafirði. Reitur 9 er hluti af Seljalandsvegi. Þarna býr engin en starfsemi er í tveim húsum. Starfsmenn eru farnir af svæðinu. 27. desember 2012 15:54