Mengar margfalt meira en áramótabrenna Höskuldur Kári Schram skrifar 27. desember 2012 22:15 Díoxínmengun frá sorpbrennslunni í Skaftárhreppi er tuttugu og fimm sinnum meiri en frá áramótabrennunni á Kirkjubæjarklaustri. Þetta sýna mælingar umhverfisstofnunar. Bæði sveitarstjóri og þingmenn hafa fullyrt að sorpbrennslan mengi ekki meira en áramótabrennur. Umhverfisráðherra hafnaði í síðustu viku beiðni Skaftárhrepps um undanþágu til að starfrækja sorpbrennslu þar sem stöðin uppfyllir ekki kröfur um mengunarvarnir. Ákvörðun ráðherra setur fjárhagsáætlun sveitarfélagsins í uppnám en orka frá brennslunni hefur verið notuð til húshitunar á svæðinu. Sveitarfélagið hefur til 11. janúar til að andmæla ákvörðun ráðherra. Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, sagði í fréttum Stöðvar tvö í síðust viku að mengun af sorpbrennslunni væri minni en af áramótabrennu. „Það er meiri mengun af henni, þessa fjóra tíma sem hún logar heldur af sorpbrennslunni hjá okkur allt árið," segir hún. Undir þetta mat tók Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokks, í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag en hann hefur gagnrýnt ákvörðun ráðherra. „Þetta er mjög lítil stöð og heildarmengunin á einu ári af díoxín er álíka og ein áramótabrenna á svæðinu," segir Sigurður. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisstofnun er díoxínmengun frá sorpbrennslunni hins vegar mun meiri en frá áramótabrennu - eða tuttugu og fimm sinnum meiri. Það er mat stofnunarinnar að díoxínmengun frá brennslunni á ársgrundvelli nemi 25 milligrömmum en mengun frá áramótabrennunni á Kirkjubæjarklaustri er 0,9 milligrömm. Eygló segir að þetta breyti ekki afstöðu sveitafélagsins til málsins. Hún hafi vísað í áramótabrennur til að setja hlutina í samhengi fyrir almenning.Þið hafið ekki verið að vanmeta þessa mengun sem kemur frá sorpbrennslunni? „Nei alls ekki. Við erum ekki að segja að það sé engin mengun af henni. Alls ekki. Þetta er brennsla og við gerum okkur fulla grein fyrir því. En þetta er ekki eins svakalegt og ætla mætti af þeirri umfjöllun sem við fáum," segir Eygló. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Díoxínmengun frá sorpbrennslunni í Skaftárhreppi er tuttugu og fimm sinnum meiri en frá áramótabrennunni á Kirkjubæjarklaustri. Þetta sýna mælingar umhverfisstofnunar. Bæði sveitarstjóri og þingmenn hafa fullyrt að sorpbrennslan mengi ekki meira en áramótabrennur. Umhverfisráðherra hafnaði í síðustu viku beiðni Skaftárhrepps um undanþágu til að starfrækja sorpbrennslu þar sem stöðin uppfyllir ekki kröfur um mengunarvarnir. Ákvörðun ráðherra setur fjárhagsáætlun sveitarfélagsins í uppnám en orka frá brennslunni hefur verið notuð til húshitunar á svæðinu. Sveitarfélagið hefur til 11. janúar til að andmæla ákvörðun ráðherra. Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, sagði í fréttum Stöðvar tvö í síðust viku að mengun af sorpbrennslunni væri minni en af áramótabrennu. „Það er meiri mengun af henni, þessa fjóra tíma sem hún logar heldur af sorpbrennslunni hjá okkur allt árið," segir hún. Undir þetta mat tók Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokks, í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag en hann hefur gagnrýnt ákvörðun ráðherra. „Þetta er mjög lítil stöð og heildarmengunin á einu ári af díoxín er álíka og ein áramótabrenna á svæðinu," segir Sigurður. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisstofnun er díoxínmengun frá sorpbrennslunni hins vegar mun meiri en frá áramótabrennu - eða tuttugu og fimm sinnum meiri. Það er mat stofnunarinnar að díoxínmengun frá brennslunni á ársgrundvelli nemi 25 milligrömmum en mengun frá áramótabrennunni á Kirkjubæjarklaustri er 0,9 milligrömm. Eygló segir að þetta breyti ekki afstöðu sveitafélagsins til málsins. Hún hafi vísað í áramótabrennur til að setja hlutina í samhengi fyrir almenning.Þið hafið ekki verið að vanmeta þessa mengun sem kemur frá sorpbrennslunni? „Nei alls ekki. Við erum ekki að segja að það sé engin mengun af henni. Alls ekki. Þetta er brennsla og við gerum okkur fulla grein fyrir því. En þetta er ekki eins svakalegt og ætla mætti af þeirri umfjöllun sem við fáum," segir Eygló.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira