Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Agnar Már Másson skrifar 5. ágúst 2025 11:58 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. vísir/arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur svarar starfsbróður sínum fullum hálsi og sendir „dylgjur“ til föðurhúsanna um að spá sín um eldgos á Snæfellsnesi innan þriggja ára sé órökstudd. Hann telur að gos geti hafist á Snæfellsnesi með skömmum fyrirvara. Greint var frá því í gær að Þorvaldur hefði sætt gagnrýndi af hálfu kollega síns, Haralds Sigurðssonar, fyrir að spá því að ekki væri langt í eldgos í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Haraldur vildi meina í færslu á Facebook að spá Þorvalds væri „órökstudd og vitnaði í jarðeðlisfræðinginn Pál Einarsson, sem hefði sagt að upptök skjálftanna í Ljósufjallakerfinu hefði ekki færst til svo marktækt sé. Haraldur Sigurðsson, sem fæddist og ólst upp í Stykkishólmi, hefur sjálfur mikið rannsakað eldvirkni Snæfellsness. Fyrir áratug vakti hann athygli á því að ný rannsókn sýndi að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll væru virkar eldstöðvar.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Þorvaldur hafði haldið fram í viðtali á mbl.is að upptök skjálfta við Grjótárvatn hefðu færst ofar í jarðskorpunni en hann hefur áður spáð eldgosi á Snæfelssnesi innan þriggja ára. „En eins og karlinn sagði, ef þú spáir nógu oft, þá hittir þú á rétta niðurstöðu einhvern tímann,“ skrifaði Haraldur um Þorvald, sem er gjarnan talinn yfirlýsingaglaður. Þorvaldur svarar Haraldi í færslu á Facebook-síðu Rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands. Það má vel vera, að sögn Þorvalds, að spá hans um eldgos á Snæfellsnesi innan þriggja ára reynist röng. En allar dylgjur um að hún sé ekki rökstudd sendi hann aftur til föðurhúsanna. Sinni spá til rökstuðnings bendir hann þrennt; að skjálfta þyrpist þétt við Grjótárvatn, að fleiri og fleiri skjálftar séu að mælast grynnra en tíu kílómetra, og að nýjar rannsóknir á gosmyndunum á Snæfellsnesi (Kahl o.fl., 2024; Baxter o.fl, 2023) sýni að í aðdraganda eldgosa á svæðinu byrji kvikusöfnun á um 20 km dýpi og færi sig síðan upp á 10 km dýpi áður en kemur til eldgoss. Hann bendir þó á að breytingar á skjálftavirkninni sé hægt að túlka á fleiri en eina vegu, en honum þyki líklegast að kvika sé að byrja að safnast á grynnra dýpi. „Jafnframt benda þessar rannsóknir á að þegar svo er komið geti gos hafist með stuttum fyrirvara.“ Í desember var fjallað um Ljósufjallakerfið í kvöldfréttum Stöðvar 2, nú Sýnar. Eldgos og jarðhræringar Snæfellsbær Stykkishólmur Grundarfjörður Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Greint var frá því í gær að Þorvaldur hefði sætt gagnrýndi af hálfu kollega síns, Haralds Sigurðssonar, fyrir að spá því að ekki væri langt í eldgos í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Haraldur vildi meina í færslu á Facebook að spá Þorvalds væri „órökstudd og vitnaði í jarðeðlisfræðinginn Pál Einarsson, sem hefði sagt að upptök skjálftanna í Ljósufjallakerfinu hefði ekki færst til svo marktækt sé. Haraldur Sigurðsson, sem fæddist og ólst upp í Stykkishólmi, hefur sjálfur mikið rannsakað eldvirkni Snæfellsness. Fyrir áratug vakti hann athygli á því að ný rannsókn sýndi að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll væru virkar eldstöðvar.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Þorvaldur hafði haldið fram í viðtali á mbl.is að upptök skjálfta við Grjótárvatn hefðu færst ofar í jarðskorpunni en hann hefur áður spáð eldgosi á Snæfelssnesi innan þriggja ára. „En eins og karlinn sagði, ef þú spáir nógu oft, þá hittir þú á rétta niðurstöðu einhvern tímann,“ skrifaði Haraldur um Þorvald, sem er gjarnan talinn yfirlýsingaglaður. Þorvaldur svarar Haraldi í færslu á Facebook-síðu Rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands. Það má vel vera, að sögn Þorvalds, að spá hans um eldgos á Snæfellsnesi innan þriggja ára reynist röng. En allar dylgjur um að hún sé ekki rökstudd sendi hann aftur til föðurhúsanna. Sinni spá til rökstuðnings bendir hann þrennt; að skjálfta þyrpist þétt við Grjótárvatn, að fleiri og fleiri skjálftar séu að mælast grynnra en tíu kílómetra, og að nýjar rannsóknir á gosmyndunum á Snæfellsnesi (Kahl o.fl., 2024; Baxter o.fl, 2023) sýni að í aðdraganda eldgosa á svæðinu byrji kvikusöfnun á um 20 km dýpi og færi sig síðan upp á 10 km dýpi áður en kemur til eldgoss. Hann bendir þó á að breytingar á skjálftavirkninni sé hægt að túlka á fleiri en eina vegu, en honum þyki líklegast að kvika sé að byrja að safnast á grynnra dýpi. „Jafnframt benda þessar rannsóknir á að þegar svo er komið geti gos hafist með stuttum fyrirvara.“ Í desember var fjallað um Ljósufjallakerfið í kvöldfréttum Stöðvar 2, nú Sýnar.
Eldgos og jarðhræringar Snæfellsbær Stykkishólmur Grundarfjörður Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira