Neyðarpillan var nær uppseld á landinu BBI skrifar 27. desember 2012 20:49 Erfitt hefur verið að fá hina svonefndu neyðarpillu á landinu síðustu daga. Pillan var ófáanleg hjá dreifingaraðila og hafði klárast í nokkrum apótekum í dag. Þó neyðarpillan hafi verið ófáanleg í einhverjum apótekum var yfirleitt hægt að vísa einstaklingum í önnur apótek. „En það hefur komið fyrir að það hafi leitað hingað konur en orðið frá að hverfa því pillan var ekki fáanleg," segir starfsmaður í Lyfju í Lágmúla en þar kláraðist pillan í dag. „Þetta er svolítið bagalegt," bætir hann við. Samkvæmt upplýsingum frá dreifingaraðilanum Parlogis skilaði ný sending af neyðarpillunni sér til landsins í dag og verður líklega komin í öll helstu apótek á morgun. „Það verða kannski ekki allir staðir úti á landi komnir með þetta á morgun, en vonandi einhverjir," segir Sigríður María Reykdal hjá innflutningsaðilanum Parlogis. Ástæðan fyrir því að neyðarpillan kláraðist nánast á landinu er sú að verið var að breyta um pakkningar á lyfinu og það tekur að sögn Sigríðar tíma að fá umbúðirnar samþykktar. Því var lyfið á biðlista frá 17. desember og þar til í dag. Skortinn á þessari getnaðarvörn ber upp á fremur óheppilegum tíma því eins og Sigríður orðar það pent „eykst eftirspurnin eftir þessari pillu í kringum alla hátíðardaga, hvort sem það eru jólin, áramót, verslunarmannahelgin eða eitthvað annað." Starfsmenn í lyfjabúðum voru enda farnir að hafa áhyggjur af skortinum. „En þetta olli ekki verulegum vandræðum í þetta sinn," segir Sigríður. Til þess að neyðarpillan virki er nauðsynlegt að taka hana innan 72 tíma frá samræði en æskilegt er að gera það sem allra fyrst. Hér að neðan má sjá upplýsingar af biðlista eftir lyfum. Neyðarpillan nefnist Postinor og hafði verið á biðlista frá 17. desember án þess að nokkrar upplýsingar kæmu fram um hvenær hún væri væntanleg. Starfsfólk í lyfjaverslunum var því orðið áhyggjufullt yfir skortinum. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Erfitt hefur verið að fá hina svonefndu neyðarpillu á landinu síðustu daga. Pillan var ófáanleg hjá dreifingaraðila og hafði klárast í nokkrum apótekum í dag. Þó neyðarpillan hafi verið ófáanleg í einhverjum apótekum var yfirleitt hægt að vísa einstaklingum í önnur apótek. „En það hefur komið fyrir að það hafi leitað hingað konur en orðið frá að hverfa því pillan var ekki fáanleg," segir starfsmaður í Lyfju í Lágmúla en þar kláraðist pillan í dag. „Þetta er svolítið bagalegt," bætir hann við. Samkvæmt upplýsingum frá dreifingaraðilanum Parlogis skilaði ný sending af neyðarpillunni sér til landsins í dag og verður líklega komin í öll helstu apótek á morgun. „Það verða kannski ekki allir staðir úti á landi komnir með þetta á morgun, en vonandi einhverjir," segir Sigríður María Reykdal hjá innflutningsaðilanum Parlogis. Ástæðan fyrir því að neyðarpillan kláraðist nánast á landinu er sú að verið var að breyta um pakkningar á lyfinu og það tekur að sögn Sigríðar tíma að fá umbúðirnar samþykktar. Því var lyfið á biðlista frá 17. desember og þar til í dag. Skortinn á þessari getnaðarvörn ber upp á fremur óheppilegum tíma því eins og Sigríður orðar það pent „eykst eftirspurnin eftir þessari pillu í kringum alla hátíðardaga, hvort sem það eru jólin, áramót, verslunarmannahelgin eða eitthvað annað." Starfsmenn í lyfjabúðum voru enda farnir að hafa áhyggjur af skortinum. „En þetta olli ekki verulegum vandræðum í þetta sinn," segir Sigríður. Til þess að neyðarpillan virki er nauðsynlegt að taka hana innan 72 tíma frá samræði en æskilegt er að gera það sem allra fyrst. Hér að neðan má sjá upplýsingar af biðlista eftir lyfum. Neyðarpillan nefnist Postinor og hafði verið á biðlista frá 17. desember án þess að nokkrar upplýsingar kæmu fram um hvenær hún væri væntanleg. Starfsfólk í lyfjaverslunum var því orðið áhyggjufullt yfir skortinum.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira