Innlent

Stal bíl í Breiðholti - lagði svo í bílastæði fyrir framan lögreglumenn

Bíl var stolið í Breiðholti rétt upp úr miðnætti. Þegar lögreglumenn komu á vettvang til að ræða við eigandann, sáu þeir hvar þjófurinn kom akandi á bílnum, lagði honum í stæði, þaðan sem hann hafði stolið honum,og ætlaði að forða sér, en lögreglumenn hlupu hann uppi og handtóku hann.

Fyrr um kvöldið var brotist inn í flugeldasölu í Kópavogi, en litlu stolið og svo inn í íbúðarhús í Grafarvogi, en ekki liggur fyrir hverju var stolið þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×