Fleiri fréttir

Sérfræðiskýrsla er í smíðum
Sérfræðingur á vegum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) vinnur nú að úttekt á fjármálum sveitarfélagsins Álftaness. Sveitarfélagið leitaði aðstoðar FES um síðustu mánaðamót vegna mikils fjárhagsvanda.

Aðrir skili líka læknisvottorði
Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi vill að aðrir borgarfulltrúar leggi fram vottorð frá lækni um að þeir séu hæfir til að sitja í borgarstjórn. Í ræðu á fundi borgarstjórnar í gær sagði Ólafur tillögu setta fram til að jafnræðis yrði gætt meðal borgarfulltrúa. Eins og kunnugt er var Ólafur krafinn um læknisvottorð er hann sneri aftur til starfa í borgarstjórn eftir veikindafrí vegna þunglyndis fyrr á þessu kjörtímabili. Í tillögu Ólafs felst að þeim sem ekki hafi þegar lagt fram slíkt vottorð verði gert það skylt. - gar

Ákærður fyrir fjöldamorð
Níræður Þjóðverji, Adolf Storms að nafni, hefur verið ákærður fyrir þátttöku í fjöldamorðum í þorpinu Deutsch Schützen í Austurríki í lok mars árið 1945, aðeins fáeinum dögum fyrir lok seinni heimsstyrjaldarinnar.

Léku sér að rúgbrauði
Það var líflegt á Café Loka við Lokastíg í gær þegar boðið var upp á rúgbrauðsveislu í tilefni Athafnaviku. Meðal annars var boðið upp á framandi rétti á borð við rúgbrauðsís og rúgbrauðskex.

Tólf hundruð fóru með strætó
Rúmlega tólf hundruð farþegar nýttu sér strætóferðir milli Sandgerðis, Garðs og Reykjanesbæjar í október, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Byrjað var að bjóða upp á slíkar ferðir í byrjun október.

43 þúsund slaufur seldust
Metár var í sölu bleiku slaufunnar, en alls seldust um 43.000 slaufur í átaki Krabbameinsfélagsins í október.

Rannsaka þurfi fyrir sjóvarnir
Hugsanlegt er að ráðast þurfi í rannsóknir á hæðarbreytingum lands og öðrum þáttum er snerta sjóvarnir í Bolungarvík til að hægt sé að meta það með hvaða hætti er best að verja byggð og mannvirki fyrir ágangi sjávar á svæðinu. Þetta kemur fram í drögum að aðalskipulagi Bolungarvíkur fyrir árin 2008-2020 og sagt er frá á vef Bæjarins bestu.

Ísland enn í hópi tíu bestu
Ísland er enn í hópi tíu efstu ríkjanna á lista samtakanna Transparency International yfir spillingarstig ríkja heims.

Dreifingin er enn að þéttast
Útbreiðsla á Fréttablaðinu eftir breyttar áherslur í dreifingu blaðsins á landsbyggðinni er sífellt að styrkjast. Á síðustu dögum hafa í hóp dreifingaraðila bæst Skeljungur á Hellissandi, Grillskálinn á Patreksfirði, Hlíðarkaup á Sauðárkróki, Mónakó á Bakkafirði og Söluskálinn Björk á Hvolsvelli. Þess má geta að Fréttablaðinu hefur ekki áður verið dreift á Bakkafirði og Patreksfirði. Það er fyrirtækið Pósthúsið sem annast dreifingu Fréttablaðsins. - gar

Fer ekki yfir viðmið WHO
Brennisteinsvetnismengun af virkjun Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði fer ekki yfir viðmiðunarmörk Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), líkt og sagt var í Fréttablaðinu í gær.

Ekkert gert með umbeðin álit
Þingmenn stjórnarandstöðunnar – einkum Sjálfstæðisflokksins – harma að nefndarálit um Icesave-frumvarpið hafi verið afgreitt úr fjárlaganefnd í fyrrakvöld. Telja þeir málið hafa verið óútrætt og furða sig á að ekkert hafi verið gert með álit efnahags- og skattanefndar um málið sem fjárlaganefnd bað þó sérstaklega um.

Söfnun hrundið af stað fyrir Kvennaathvarfið
Í tilefni af frétt um bága fjárhagsstöðu Kvennaathvarfsins hefur verið stofnað styrktarsíðu á Facebook fyrir athvarfið. „Styrkjum athvarfið um þá upphæð sem við getum látið af hendi rakna, það þarf ekki að vera mikið en margt smátt gerir eitt stórt. Hver króna gerir gagn," segir á síðunni en þar er gefið upp reikningsnúmer Kvennaathvarfsins.

Laugalækjarskóli sigraði Skrekk
Það var Laugalækjarskóli sem sigraði í kvöld Skrekk, hæfileikakeppni Íþrótta- og tómstundasviðs fyrir Grunnskólana í Reykjavík. Það voru átta skólar sem kepptu í úrslitunum fyrir troðfullu húsi í Borgarleikhúsinu. Í öðru sæti var Hagaskóli og í því þriðja Seljaskóli.

Ólafur F. vill stöðva bruðlið
Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, vill draga úr kostnaðarsamri yfirbyggingu í borginni og fækka fagráðum og sviðum borgarinnar úr 9 í 7. Hann vill mennta- og leikskólaráð annars vegar og hins vegar velferðar- og mannréttindaráð. Ólafur lagði fram tillögu þess efnis á fundi borgarstjórnar í dag, en hann telur brýnt að bruðlið í borgarstjórn veðri stöðvað.

Palin telur ólíklegt að hún bjóði sig fram
Sarah Palin, varaforsetaefni repúblikana í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum, telur ólíklegt að hún bjóði sig fram til forseta árið 2012. Hún vill þó ekki útiloka það. Framtíðin verði að leiða það í ljós. Þetta kom fram í spjallþætti Oprah Winfrey í gær.

Eignir Baldurs Guðlaugssonar kyrrsettar
Sérstakur saksóknari hefur krafist kyrrsetningar á eignum Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í tengslum við rannsókn á meintum innherjaviðskiptum Baldurs þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun. Þetta er í fyrsta sinn sem sérstakur saksóknari beitir slíkri heimild.

Tillaga um eldfjallagarð samþykkt í borgarstjórn
Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum að hefja undirbúning stofnun eldfjallagarðs á Reykjanesskaga. Tillagan var lögð fram af borgarfulltrúum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og VG.

Ferðakostnaðurinn hefur lækkað um 72%
Ferðakostnaður Reykjavíkurborgar hefur það sem af er á árinu lækkað um 72% miðað við sama tímabil árið 2008. Fram kemur í tilkynningu að skrifstofa borgarstjóra hafi rýnt í allar ferðaheimildir með tilliti til markmiðs og kostnaðar. Það hafi leitt til þess að ferðakostnaður hefur lækkað umtalsvert á síðustu mánuðum.

Ögmundur: Viðbrögð Samfylkingarinnar koma á óvart
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir að það hafi komið sér á óvart að þingmönnum Samfylkingarinnar þætti óeðlilegt að þingmaður annars stjórnarflokksins gerðist formaður samtaka sem berjist gegn aðild að Evrópusambandinu á sama tíma og ríkisstjórnin sæki um aðild að sambandinu. Hann spyr hvort einungis megi tala fyrir inngöngu.

Litháarnir áfram í varðahaldi
Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir fimm Litháum. Þeir hafa verið í haldi vegna mansalsmálsins á Suðurnesjum. Mennirnir verða í haldi til annars desember. Lögreglan segir rannsókn málsins miða vel.

Bílskúrsfúskurum hefur fjölgað
Hvers konar fúsk í kringum bílaviðgerðir hefur aukist gríðarlega í kjölfar bankahrunsins. Bílskúrsviðgerðarmenn hafa sprottið upp eins og gorkúlur en viðgerðirnar skila sjaldan tilætluðum árangri. Fjölmörg dæmi eru um hálf bremsulausa bíla í umferðinni vegna þessa.

Stjórnin sögð keyra Icesave í gegnum Alþingi
Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina í dag um að reyna keyra Icesave frumvarpið í gegnum Alþingi. Fjárlaganefnd lauk sinni umfjöllun um frumvarpið í gær þrátt fyrir mótmæli minnihlutans.

Dregur úr reykingum landsmanna
Dregið hefur úr reykingum landsmanna um helming síðustu tuttugu ár samkvæmt nýrri könnun sem Lýðheilsustöð lét gera. Tæpur þriðjungur landsmanna reykti árið 1989, en um fimmtán prósent nú. Einnig hefur dregið úr reykingum það sem af er ári. Lítill munur mælist á kynjunum í þessum efnum.

Dýpkun Landeyjahafnar fyrsta glætan
Ríkisstjórninni hefur enn ekki tekist að hleypa neinum nýjum framkvæmdum í gang í landinu eftir að hún tók við völdum. Fyrstu merki um að kyrrstaðan sé að rofna sjást nú með útboði á lokaáföngum Landeyjahafnar.

Leikskólasvið borgarinnar þarf að spara hálfan milljarð
Hugmyndir eru um að leggja niður 35 þúsund króna greiðsla til foreldra sem eru heima með ung börn eftir að fæðingarorlofi lýkur, svonefnda Þjónustutryggingu.

Drengurinn verður í umsjá ömmu sinnar
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur ákveðið að níu ára drengur sem til stóð að senda í fóstur út á land í síðustu viku verði í umsjá ömmu sinnar Helgu Elísdóttur þar til forsjármál móður hans verður tekið fyrir hjá dómstólum í janúar næstkomandi.

Nýsköpunarmessa HÍ á morgun
Nýsköpunarmessa Háskóla Íslands fer fram á Háskólatorgi á morgun milli klukkan þrjú og sex. Þá verða ýmis sprotafyrirtæki sem eiga rætur sínar að rekja til HÍ með örkynningar auk þess sem þau kynna starfsemi sína á kynningarbásum á torginu. Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands verða einnig veitt.

21 býður sig fram hjá Framsókn í Reykjavík
21 býður sig fram á framboðslista Framsóknarflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna 29. maí 2010. Valið fer fram á kjörfundi 28. nóvember á Hótel Loftleiðum.

Forsætisráðherra Hollands svaraði Jóhönnu
Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, hefur sent Jóhönnu Sigurðardóttur svarbréf við bréfi sem hún sendi henni þann 28. ágúst síðastliðinn vegna Icesave deilunnar. Í bréfi sínu bað Jóhanna

Hafa gaman af álfatrú Íslendinga
Fjölmiðlar á Norðurlöndunum hafa fjallað talsvert um álfatrú Íslendinga undanfarna daga. Tilefnið er könnun sem Terry Gunnell prófessor við Háskóla Íslands gerði á þessari trú.

Síbrotamaður dæmdur í 18 mánaða fangelsi
Tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður á Akureyri hlaut í dag fangelsisdóm fyrir ýmis brot.

Sex mánaða skilorð fyrir líkamsárás
Nítján ára gamalla piltur var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag fyrir að hafa lamið dyravörð ítrekað í andlitið og veitt honum hnéspark í kvið á skemmtistaðnum Valaskjálf á Egilsstöðum í apríl síðastliðnum.

Viltu sofa hjá pabba?
Fimmtíu og fimm ára gamall maður á Taivan hefur verið handtekinn fyrir að tæla um tuttugu konur til fylgilags við sig. Hann þóttist þá vera pabbi sinn.

Nýtum hugsanlega bara hluta af lánum frá Norðurlöndum
Til greina kemur að ríkisstjórnin nýti aðeins hluta af því láni sem Íslendingum stendur til boða frá Norðurlöndunum. Norrænu ríkin ætla lána Íslendingum 2,5 milljarða bandaríkjadala. Lánið verður afgreitt í fjórum hlutum sem eru bundnir við endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnhagsáætlun Íslands.

Ásmundur ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt. Þetta sagði Ásmundur, sem er nýkjörinn formaður Heimssýnar, á opnum fundi Vinstri grænna á Sauðárkróki í gærkvöldi, að því er fréttavefurinn Feykir greinir frá.

Vonast eftir því að önnur umræða klárist í þessari viku
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, var spurður að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun hvort hann telji líklegt að Alþingi nái að afgreiða Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar í þessari viku.

Skipa þingnefnd til að taka við niðurstöðum Rannsóknarnefndar
Alþingi mun skipa þingmannanefnd sem mun taka fyrir og vinna úr niðurstöðum Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segir að forsætisnefnd muni leggja fram frumvarp um nefndina á allra næstu dögum. Hún gerir ráð fyrir að nefndin verði skipuð fyrir jól.

Engar vísbendingar um saknæmt athæfi
Maðurinn sem féll fram af svölum á þriðju hæð í Grafarholti í nótt er handleggs- og kjálkabrotinn en er ekki í lífshættu að sögn lögreglu. Hann er ekki kominn til meðvitundar. Maðurinn er á þrítugsaldri og enn er óljóst hvað varð til þess að hann féll fram af svölunum.

Lögreglan varar fólk við að skilja bíla eftir bensínlausa
Það er heldur óskemmtileg reynsla að verða bensínlaus á miðri leið þegar farið er á milli staða. Sérstaklega á þetta við þegar slíkt kemur upp á stofnbrautum en þá er beinlínis hætta á ferðum, ekki síst í skammdeginu.

Sauðfjárbændur mótmæla afnámi niðurgreiðslu refaveiða
Landssamtök sauðfjárbænda mótmæla því harðlega að ríkið hætti að niðurgreiða refaveiðar. Í tilkynningu frá samtökunum segir að gangi það eftir sé hætta á því að sveitarfélög muni ekki lengur standa fyrir skipulögðum refaveiðum.

Kallaði drottningu sníkjudýr og meindýr
Tilvonandi frambjóðandi breska Verkamannaflokksins hefur verið kallaður inn á teppið hjá flokksráðinu eftir að hann kallaði Elísabetu drottningu bæðí sníkjudýr og meindýr.

Fjögurra daga fæðing tvíbura
Fjórir dagar liðu á milli fæðinga tvíbura norskrar konu í síðasta mánuði. Mjög óvenjulegt er að svo langur tími líði á milli fæðinga.

NATO boðar tilfæringar í Afganistan
Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóri NATO segir að byrjað verði að flytja hersveitir frá vissum héruðum í Afganistan strax á næsta ári.

Þungt haldinn eftir fall
Maður liggur þungt haldinn á spítala eftir að hafa fallið úr nokkurri hæð af húsi í Grafarholti í nótt. Óljóst er um málavöxtu og verst lögregla allra frétta af málinu. Um er að ræða karlmann á þrítugsaldri og liggur hann á gjörgæslu Landspítalans.

Misheppnuð innbrotstilraun í Breiðholti
Innbrotsþjófur gerði tilraun til þess að brjótast inn á heimili í Seljahverfi í nótt. Hann reyndi að spenna upp glugga á húsinu en þurfti frá að hverfa sökum þess hve vel var gengið frá gluggum og hespum. Þá var brotist inn í bíl í Fellunum í Breiðholti í nótt en lögregla hefur ekki upplýsingar um hverju var stolið.