Innlent

Ólafur F. vill stöðva bruðlið

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, vill draga úr kostnaðarsamri yfirbyggingu í borginni og fækka fagráðum og sviðum borgarinnar úr 9 í 7. Hann vill mennta- og leikskólaráð annars vegar og hins vegar velferðar- og mannréttindaráð. Ólafur lagði fram tillögu þess efnis á fundi borgarstjórnar í dag, en hann telur brýnt að bruðlið í borgarstjórn veðri stöðvað.

Ólafur segir að með þessu móti yrði launuðum nefndamönnum fækkað um 14 hjá borginni og „skrauthúfum" úr röðum kjörinna fulltrúa og embættismanna einnig fækkað verulega.

„Einn megintilgangur útþenslustefnu mennta- og leikskólasviða og tvöföldunar á launuðum nefndarmönnum og skrauthúfum á mennta- og leikskólasviðum borgarinnar var að útvega einum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins formennsku í fagráði hjá borginni. Enn frægari er sú staðreynd að þáverandi tilvonandi formaður leikskólaráðs, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, sagði að það væri búið að "lofa sér" formennsku í ráðinu, þegar hik kom á meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að standa að þessum útgjaldaauka hjá borginni," segir í tilkynningu frá borgarfulltrúanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×