Innlent

Ferðakostnaðurinn hefur lækkað um 72%

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri. Mynd/Rósa J.
Ferðakostnaður Reykjavíkurborgar hefur það sem af er á árinu lækkað um

72% miðað við sama tímabil árið 2008. Fram kemur í tilkynningu að skrifstofa borgarstjóra hafi rýnt í allar ferðaheimildir með tilliti til markmiðs og kostnaðar. Það hafi leitt til þess að ferðakostnaður hafi lækkað umtalsvert á síðustu mánuðum.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, setti nýjar verklagsreglur um ferðir og ferðaheimildir á síðasta ári með það að markmiði að ná fram auknum sparnaði og hafa þær reglur þegar skilað umtalsverðum árangri. Þetta kom fram í umræðum á fundi borgarstjórnar í dag, að fram kemur í tilkynningunni.

Á síðasta ári var heildarkostnaður vegna ferðalaga hjá Reykjavíkurborg um 104 milljónir króna. Til samanburðar var kostnaðurinn kominn niður í rúmar 27 milljónir króna frá janúar til nóvember á þessu ári. Munurinn er um 72%.

Hanna Birna segir þetta sýna að markvisst rekstraraðhald og aukið eftirlit með útgjöldum skili árangri. „Það er mikilvægt að svo vel hafi tekist til með lækkun ferðakostnaðar með markvissu aðhaldi á þessu sviði eins og öðrum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×