Erlent

Palin telur ólíklegt að hún bjóði sig fram

Sarah Palin í framboðsslagnum í fyrrahaust. Mynd/AP
Sarah Palin í framboðsslagnum í fyrrahaust. Mynd/AP Mynd/AP
Sarah Palin, varaforsetaefni repúblikana í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum, telur ólíklegt að hún bjóði sig fram til forseta árið 2012. Hún vill þó ekki útiloka það. Framtíðin verði að leiða það í ljós. Þetta kom fram í spjallþætti Oprah Winfrey í gær.

Frá því í framboðsslagnum í fyrrahaust hafa verið uppi getgátur um að Palin hyggi á forsetaframboð árið 2012. Þegar hún sagði af sér sem fylkisstjóri Alaska í júlí var Palin sögð vilja helga sig undirbúningi framboðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×