Innlent

Söfnun hrundið af stað fyrir Kvennaathvarfið

Í tilefni af frétt um bága fjárhagsstöðu Kvennaathvarfsins hefur verið stofnað styrktarsíðu á Facebook fyrir athvarfið. „Styrkjum athvarfið um þá upphæð sem við getum látið af hendi rakna, það þarf ekki að vera mikið en margt smátt gerir eitt stórt. Hver króna gerir gagn," segir á síðunni en þar er gefið upp reikningsnúmer Kvennaathvarfsins.

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um Kvennaathvarf, sagði í samtali við fréttastofu í byrjun vikunnar fjárhagsstöðu samtakanna bágborna og samtökunum hafi ítrekað verið synjað um styrki hjá sveitarfélögunum.

Sigþrúður sagði að framlög frá ríkissjóði hafi verið skert og því hafi samtökin þurft að sníða sér stakk eftir því. Þá sagði hún að skert fjárframlög og bág fjárhagsstaða samtakanna hafi ekki komið alvarlega niður á starfsemi þeirra enn sem komið er.

Hægt er að sjá styrktarsíðuna hér.


Tengdar fréttir

Fjárhagsleg staða kvennaathvarfsins bágborin

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir fjárhagsstöðu samtakanna bágborna en samtökunum hefur ítrekað verið synjað um styrki hjá sveitarfélögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×