Innlent

Laugalækjarskóli sigraði Skrekk

Vinningsatriði Laugalækjarskóla. Mynd/Helga Björnsdóttir.
Vinningsatriði Laugalækjarskóla. Mynd/Helga Björnsdóttir.
Það var Laugalækjarskóli sem sigraði í kvöld Skrekk, hæfileikakeppni Íþrótta- og tómstundasviðs fyrir Grunnskólana í Reykjavík. Það voru átta skólar sem kepptu í úrslitunum fyrir troðfullu húsi í Borgarleikhúsinu. Í öðru sæti var Hagaskóli og í því þriðja Seljaskóli.

„Keppnin í ár fór mjög vel fram og þeir 950 unglingar sem tóku þátt í Skrekk að þessu sinni, voru þau bæði sér og skólum sínum til sóma," segir í tilkynningu frá ÍTR.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, afhenti sigurvegurunum Skrekksstyttuna sem afhendist nú í tuttugasta skiptið.

Dómnefndin var skipuð fulltrúum frá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Félagi íslenskra hljómlistarmanna, Íslenska dansflokknum og Íþrótta- og tómstundasviði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×