Erlent

NATO boðar tilfæringar í Afganistan

Óli Tynes skrifar

Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóri NATO segir að byrjað verði að flytja hersveitir frá vissum héruðum í Afganistan strax á næsta ári.

Þetta er dálítið í öðrum tón en talað hefur verið undanfarið þar sem rætt hefur verið um að fjölga um fjörutíuþúsund bandaríska hermenn í landinu.

Á fundi utanríkis- og varnarmálaráðherra NATO í Brussel í gær sagði Fogh Rasmussen hinsvegar að afganskir her- og lögreglumenn séu orðnir fullfærir um að taka við öryggisgæslu í suðurhéruðum landsins.

Guido Westerwelle utanríkisráðherra Þýskalands tók undir þetta. Hann sagði að það væri stefna þýsku stjórnarinnar að mál skipuðust þannig að hægt yrði að hefja heimflutning þýskra hermanna frá Afganistan á þessu kjörtímabili.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×