Erlent

Ákærður fyrir fjöldamorð

Níræður Þjóðverji, Adolf Storms að nafni, hefur verið ákærður fyrir þátttöku í fjöldamorðum í þorpinu Deutsch Schützen í Austurríki í lok mars árið 1945, aðeins fáeinum dögum fyrir lok seinni heimsstyrjaldarinnar.

Storms og félagar hans í SS-sveitum nasista eru sagðir hafa farið með 57 gyðinga í nokkrum hópum út í skóg og skotið þá í bakið. Storms er að auki sakaður um að hafa daginn eftir drepið einn gyðing í viðbót. Hinir myrtu fundust í fjöldagröf árið 1995.- gb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×